- Auglýsing -
Gunnar Þorsteinsson, sem oftast er kenndur við Krossinn trúsöfnuð, kom fárveikur frá Spáni þar sem hann dvaldi í vetur. Frá þessu greindi Jónína Benediktsdóttir, fyrrverandi eiginkona hans, í nýlegri færslu á Facebook.
Með færslunni birtir Jónína mynd af þeim Gunnari saman og talar þar um vini í útréttingum. Hún segir að með réttri næringu megi lækna Gunnar því að rétt næring lækni jafnvel þverhausa eins og hann.
Gunnar var nokkuð áberandi í íslensku samfélagi sem trúarleiðtogi, lengi vel hjá Krossinum. Jónína er líkamsræktar- og heilsufrömuður þar sem hún hefur um árabil boðið upp á detox-meðferðir, bæði hérlendis og erlendis.
.
Fyrir tæpum áratug gengu þau í það heilaga og bjuggu sér til fallegt heimili í Hveragerði. Í apríl í fyrra skildu þau aftur á móti og á Facebook gerði Jónína upp hjónabandið þar sem hún sagði kvíða, svefnleysi og samskiptaleysi hafa lamað sig. Þrátt fyrir allt virðist enn vera gott vinasamband milli þeirra.