Tónlistarkonan Sigríður Guðnadóttir, sem margir kannast við frá því hún söng með hljómsveitinni Jet Black Joe, mun senda frá sér breiðskífu þann 16. október. Sigríður hefur nú þegar gefið út eitt lag af væntanlegri plötu, lagið Don’t cry for me.
Lagið og textinn er eftir Sigríði sjálfa en á plötunni verða einnig lög eftir Sigurgeir Sigmundsson, Loft Guðnason, Friðrik Karlsson og Írisi Guðmundsdóttur.
Upptökustjórn plötunnar var í höndum Jóhanns Ásmundssonar, hann spilar einnig á bassa og útsetur ásamt Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara og Þóri Úlfarssyni píanóleikara. Birgir Neilsen og Ásmundur Jóhannsson sjá um trommuleik.
Sigríður freistar þess nú að hópfjármagna útgáfuna á Karolina Fund, þar getur fólk styrkt verkefnið með því að m.a. tryggja sér einstak af disknum og kaupa miða á tónleika.
Lag Sigríðar er komið inn á Spotify og YouTube.