- Auglýsing -
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í nótt eftir að hann ógnaði öðrum með því að sveifla keðju. Hann var færður á lögreglustöðu til yfirheyrslu og honum síðan sleppt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.
Þá var lögregla kölluð til eftir vinnslys er maður varð fyrir lyftara. Henni var einnig tilkynnt um verslunarþjófnað á laugarvegi í gærkvöldi og grillstuldur í Skerjafirði. Kona í annarlegu ástandi var vistuð í fangaklefa í nótt grunuð um þjófnað.
Lögreglan var nokkrum sinnum kölluð til vegna hávaða frá samkvæmum og voru málin öll kláruð á vettvangi.