Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

„Gamli“ rjómaosturinn – rýrari og dýrari

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var mörgum fagnaðarefni þegar „gamli“ rjómaosturinn frá Mjólkursamsölunni kom aftur á markað í sumar eftir þó nokkurt hlé. Sá ostur þykir henta vel til matargerðar og í bakstur en hann er stífari og þéttari í sér en sá nýi.

Ástæðan fyrir því að sá gamli er aftur kominn á markað er, að því er fram kemur á vef MS, að MS vildi verða við óskum neytenda, sem þótti miður að hann skyldi hverfa af markaði.

Það er sannarlega góðra gjalda vert og er það virkilega gott þegar fyrirtæki sjá sóma sinn í að bregðast við kalli neytenda. Hins vegar hafa ýmsir furðað sig á að nú er osturinn kominn í mun smærri pakkningu, eða 250 gramma pakkningu í stað 400 gramma áður.

Það væri kannski í lagi ef verðlagið væri eftir því en svo er ekki. Hann kostar um 600 krónur en hinn, venjulegi rjómaosturinn, sem er 400 gr. kostar um 650 krónur. Svo er til það sem kallast hreinn rjómaostur. Hann er í 200 gramma pakkningu og kostar um 530 krónur. Það vantar því ekki úrvalið en hins vegar vantar samræmi í verðlagningu.

Í athugasemd frá Sunnu Gunnarsdóttur, samskiptastjóra MS, segir: „Við seljum vöruna frá okkur til verslana í heildsölu sem sjá svo sjálfar um að verðleggja til neytenda. Það er þó verðmunur á vörunni frá okkur og er ástæðan aðallega í hagræði í framleiðslu á 400g rjómaostinum samanborið við framleiðslu á Gamla rjómaostinum, eins og einhverjir hafa bent á nú þegar. Gamli rjómaosturinn er framleiddur í litlu upplagi í einu með annarri vinnsluaðferð. Rjómaosturinn selst reyndar margfalt á við þann gamla en við viljum reyna að koma til móts við sem flesta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -