Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Raunveruleg verðlækkun á að koma fram

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú þegar útsölurnar eru að hefjast er vel við hæfi að huga að því að vörur eiga að vera merktar með fyrra verði auk tilboðsverðs. Þetta eru reglur sem Neytendastofa brýnir fyrir neytendum að hafa í huga svo þeir verði ekki féflettir.

Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum kemur fram að óheimilt sé að auglýsa eða tilkynna útsölu eða aðra sölu, þar sem selt er á lækkuðu verði, nema um raunverulega verðlækkun sé að ræða. Einnig kemur fram að verðmerkingin þurfi greinilega að sýna hvert upprunalegt verð vörunnar var.

Bannað að hækka verð til að geta lækkað

Þessu er ekki alltaf haldið til haga í verslunum, eins og ítrekað hefur borið á þegar verð hefur verið hækkað í þeim tilgangi að geta síðan lækkað það. Það brýtur í bága við lögin.

Í reglum sem Neytendastofa setti árið 2008 kemur fram að verðlækkun verði að vera raunveruleg og að seljandi verði að hafa selt vöruna á því verði sem hann reiknar útsöluverð af eða tilgreinir sem fyrra verð. Seljandi verður að geta sannað fyrir Neytendastofu að varan hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði.

Af hvaða upphæð reiknast afslátturinn?

- Auglýsing -

Ef afsláttur er aukinn meðan á útsölu verður að koma skýrt fram hvort hinn aukni afsláttur reiknist frá upphaflegu verði eða lækkuðu verði. Það er því ærin ástæða til að fara varlega í útsölurnar og láta ekki blekkjast.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -