Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, er ekki hrifinn af eltingarleik fjölmiðla gagnvart Þordísi K. Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra. Hann segir þá eigi að hætta að fjalla um hvað þessi og hinn hafi verið í margra metra fjarlægð frá öðru fólki því brýnni umfjöllunarefni blasi við. Gífurlegur vandi íslensku ferðaþjónustunnar.
„Ég eyddi gærdeginum öllum í það að heyra í fólki sem er að segja upp, loka fyrirtækjunum, hugsanlega að fara að missa húsin sín, sagði Jóhannes Þór í útvarpsviðtali á K100 í morgun.
Framkvæmdastjórinn segir mjög þungt hljóð í öllum félagsmönnum samtakanna. Jóhannes Þór vill sjá fjölmiðlamenn líta í kringum sig og fjalli um þá staðreynd að ferðaþjónustan sé í logandi eldi um allt land. „Það er kannski það sem kemur fram í þessu er að maður veltir fyrir sér hvers vegna er birtur gríðarlegur fjöldi frétta um einhvers konar fjarlægðartakmörk sem einhver hefur klikkað á. Ég er ekki að gera lítið úr því, við eigum öll að passa okkur á því. Mér nú kannski stærri mál sem þarf að ræða akkúrat núna,“ sagði Jóhannes Þór.
„Það er ekki þannig að ferðaþjónustan sé einhverjir nokkrir gráðugir karlar sem sitja í fyrirtækjum og hirða allt gull sem á vegi þeirra verður og hafi engin tengsl við samfélagið. Ferðaþjónustur eru ekkert annað en 25 þúsund venjulegir Íslendingar sem hafa af henni atvinnu. Þetta er fólk sem þarf að vinna fyrir fjölskyldum og þetta skapar gríðarlegan fjárhagsvanda hjá fjölmörgum heimilunum og það hefur áhrif á allt heimilislífið og fjölskyldulífið.“