Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Útlaginn – skjótari en skugginn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í júní er hann skyndilega kominn upp úr jörðu. Skjótari en skugginn. Ef þú passar þig ekki, ertu umkringd/ur áður en þú veist af. Samt er hann bara einn. Er þetta brella? Aðeins einn var hér í upphafi, hvar fékk hann liðsauka? Allt í einu lýsir hann fjölmörgum gulum blómum framan í þig. Þú skilur eiginlega ekkert í þessu, en nú er kominn júlí, sólin er hátt á lofti og kannski ertu bara með óráði.

 

Útlagi er vinsæll fjölæringur sem finnst hér víða í görðum. Hann datt aðeins úr tísku um tíma, en undanfarið finnst manni vaxandi áhugi á honum á ný. Ég man þegar ég sá fyrst útlaga í garðyrkjustöð. Ungi myndarlegi afgreiðslumaðurinn gekk til mín. Útitekinn, hress og hraustur bauð hann fram aðstoð sína. „Ég er að leita að einhverju hávöxnu sem getur glatt mig á sumrin,“ sagði ég og brosti til hans.

„Já, hvað kallarðu hávaxið?“ Samstundis svaraði ég: „Tjah, mér líst ágætlega á þig, hvað ert þú hár?“ og blikkaði hann óvart. Hann brosti og gekk að svæði sem var stútfullt af blómstrandi plöntum. Ég elti og heyrði hann spyrja: „Ertu að leita að einhverju skammlífu, eða jafnvel einhverju sem gæti enst til margra ára?“. Nú var aldeilis farið að hitna í kolunum … „Tjah, eigum við ekki bara að sjá hvað setur? Ef það byrjar vel, gæti alveg verið gaman að halda áfram.“

Hann staðnæmdist við venusvagn, leit á mig brosandi og sagði: „Þessi er auðvitað klassík. Áður fyrr drakk fólk oft safann úr blómunum, en menn kannski ekki eins djarfir í dag. Samt svo heillandi þegar fólk þorir að prófa eitthvað nýtt.“ Eitt lítið blikk þegar hann snýr sér við og heldur svo áfram röltinu. „Þú passar þig svo á sólinni. Þú ert orðinn áberandi rauðari í framan en þegar þú komst.“ Var það bara ég, eða var orðið eitthvað lítið um súrefni þarna?

Greinina eftir Kristján Friðbertsson má lesa í heild í nýjasta tölublaði Vikunnar.
Kaupa blað í vefverslun >

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -