Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Gunnar ómyrkur í máli: „Kerfin almennt eru ekki mjög skilningsrík gagnvart þessu fólki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjónin Gunnar Hilmarsson og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir berjast fyrir bættum aðbúnaði heimilislausra með Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar.

„Heilbrigðiskerfið, og kerfin almennt, eru ekki mjög skilningsrík gagnvart þessu fólki. Þetta er nánast eins og hinir ósnertanlegu. Fólk horfir til hliðar þegar það mætir þeim eða gengur hinum megin götunnar,“ segir Gunnar Hilmarsson, tískuhönnuður og tónlistarmaður um aðstæður heimilislausra á Íslandi.

Gunnar var gestur Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur í þættinum Segðu mér á Rás 1 og kom þar meðal annars inn á þetta, en Gunnar og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir eiginkona hans stofnuðu árið 2012 Minningarsjóðs Lofts Gunnarssonar til að bæta aðbúnað útigangsfólks á Íslandi.

„Hvað ætlum við að gera? Afneita öllum sem eru öðruvísi? Það gengur bara ekki.“

Loftur var bróðir Kolbrúnar og lést árið 2012, aðeins 32 ára, úr magasári. Var hann á götunni síðustu ár ævi sinnar en dvaldi oftast í gistiskýli Hjálpræðishersins á nóttunni. Í þættinum minnist Gunnars mágs síns með hlýhug og segir að þrátt fyrir að hann var verið stór og þakinn húðflúrum hafi hann verið með algjört músarhjarta. „Hann var þekktur á Laugarveginum því fólk vildi hitta hann og spjalla við hann um heimspeki.“

Þá gagnrýnir Gunnar harkalega fólk sem setur sig upp á móti úrræðum fyrir heimilislausa í íbúðahverfum. „Hvað ætlum við að gera? Afneita öllum sem eru öðruvísi? Það gengur bara ekki.“

Hann bendir á að margt hafi vissulega breyst til hins betra í samfélaginu síðan sjóðurinn var stofnaður og nefnir í því samhengi úrræði á borð Konukot og gistiskýli. „En þó þú hafir kodda á nóttunni ferðu enn út um morguninn og átt hvergi heima. Í stað þess að verja peningum í fimm mínútna lausnir erum við að hugsa í lengra samhengi og spyrja hvað við getum gert sem samfélag til að fólk komist aftur inn í lífið. Við þurfum að taka skömmina og fordómana út. Það væri svo geggjað ef við gætum verið þannig samfélag.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -