Páll Þórðarson, prófessor í efnafræði við háskólann UNSW í Ástralíu, gagnrýnir harðlega hringlandahátt ríkisstjórnarinnar hvað varðar COVID. Hann segir ríkisstjórna hafa skýlt sér á bakvið þríeykið svokallaða og að stefna Íslands í sumar hafi verið augljós töfraleið, hvort sem það var viljandi eður ei. Hann segir ómögulegt að eiga kökuna og borða hana, annað hvort sé hægt að opna á mannamót eða hafa svæðið opið fyrir utanaðkomandi fólk. Bæði á sama tíma séu draumórar.
Páll segir að þó það sé gott að hlusta á vísindamenn eigi ekki að láta þá um allar ákvarðarnir. „Ég ætla að halda áfram með óvinsælir skoðanir: Þríeykið á ekki að standa eitt fram fyrir þjóðinni – forsætisráðherra á alltaf að vera þarna líka til þess að útskýra hvaða leið hafi verið valin.Hvers vegna? Vegna þess í grófum dráttum eru í sumum tilfellum fleiri en einn möguleiki í stöðunni frá læknisfræðilegu og vísindalegu sjónarhorni séð. Það er of mikið til þess ætlast af lækna- og vísindafólki að það hafi 100% svör við því hvað sé best að gera, sér í lagi þegar eru fleiri en einn valmöguleiki í stöðunni og ekkert sérstaklega augljóst hvor sé betri,“ segir Páll á Facebook.
Stjórnin þarf að velja leið
Hann segir að þetta hafi Íslendingar séð vel síðustu mánuði. „Sumt er út af því að þekking okkar er að breytast: t.d. var ekki almennt ráðlagt að vera með grímur í upphafi þar sem smitið var talið berast aðallega „beint“ með hnerrum o.s.frv. eða snertinu við yfirborð (sbr. 2 metra regluna, sápu og spritt dæmið). Og þá var talið að með því að ýta grímum að fólki, myndi það letjast til að fylgja fjarlægðarreglum og hreinlætisábendingum. En núna er komið á daginn að úðaagnir með veirunni „hanga“ stundum í loftinu í margar mínútur og þó að þær grímur sem almenningur notar séu ekki nema kannski að sumu leiti virkar (í og með að fólk kann ekki almennilega að nota þær), þá munar það talsverðu og því eru núna flest vísindafólk sammála um að kostir við grímunoktun séu mun mikilvægari en gallarnir. En fyrir Vesturlandabúa er hugsunin um grímur enn frekar stórt stökk og því þarf líka svolítið pólítískt hugrekki til að skylda noktun þeirra og það á ekki endilega að leggja það á sérfræðingana að taka þá ákvörðun,“ segir Páll.
Hann segir að í raun séu bara þrjár leiðir færar til þess að draga úr smitum þar til bóluefni kemur. „En hvað um það stærra vandamálið sem engin hefur 100% svar við er hvernig heldur þú faraldrinum niðri þar til að bóluefni er komið? Í því tilfelli eru ca 3 aðalleiðir ef maður horfir í kringum heiminn.“
Asískaleiðin
Að sögn Páls sé það í fyrsta lagi einangrunarstefnan: „Einangrunarstefan eða það sem ég kalla Asíu-leiðina með gríðarlegum ferðatakmörkunum. Þ.e. í flestum tilfellum eru lönd og landamæri lokuð, jafnvel stundum innanlands eins og hér í Ástralíu.
Kostir: Hægt að „nánast“ að útrýma útbreiðslu COVID eins og dæmin sanna á Íslandi í vor, Nýja Sjálandi þar til núverið (en líklega einungis stutt vesen hjá þeim og bundið við Auckland), Taiwan, Kína og 3/4 hlutar Ástralíu (Vestur og Suður fylkin, Norður svæðið og Tasmanía) og víðar. Þ.e. innan einangrunarsvæða getur lífið nánast komið aftur í fyrra lag með mannamót o.s.frv.
Gallar: Virkar aldrei 100% því að jafnvel með lokunum „lekur“ smit aftur inn eins og gerðist í Melbourne og á Nýja Sjálandi – en n.b. hægt að útrýma því þá auðveldlega aftur og slíkar seinni bylgjur verða yfirleitt smáar (Melbourne er eina undantekningin á því en þar varð röð af mistökum…og þeir eru líka að byrja að sjá fyrir endan á sinni bylgju). Aðalókosturinn er þó takmarkanir á ferðafrelsi utan einangrunarsvæðis getur komið mjög illa niður á fjöldskyldum ef þær þurfa að fara á milli svæða. Svo og náttúrulega ferðaþjónustu ef hún getur ekki lifað á traffík innan einangrunasvæðis.“
Evrópskaleiðin
Annar kostur er að takmarka fólksflutninga en ekki banna. „Takmörkunarstefnan eða það sem ég kalla Evrópsku leiðina. Þá er einangrun einungis beitt ef faraldurinn er í hámarki (eins og snemma í vor í Evrópu) en að öðru leiti stefnd að því að fólki geti ferðast. Á móti koma svo ýmsar mótvægisaðgerðir, sér í lagi er yfirleitt haldið í að nokkru takmarkanir á samskiptum fólks í sambandi við fjöldasamkomur o.s.frv.
Kostir: fólk getur ferðast „nánast“ að vild ef að „bylgja“ er ekki í gangi.
Gallar: Jafnvel þegar að það er engin „bylgja“ í gangi eru einhverjar takmarkanir í gangi, amk á fjöldasamkomum. Þessi leið þýðir líka að nýjar bylgjur koma reglulega og geta orðið ansi svæsnar ef ekki er að gáð (verður athyglisvert að sjá hvernig fer í Þýskalandi og fleiri löndum Evrópu þar sem smit eru greinilega að aukast). N.b. þetta er nokkurn vegin sú leið sem Íslendingar virðast hafa verið að fylgja þó að það sé svolítið óljóst (sjá að neðan). Athugið að innan Bandaríkjanna eru líka mörg ríki sem fylgja þessari stefnu eins og t.d. New York eftir ógnaratburðina þar í mars og apríl.
MAGA-leiðin
Þriðja leiðin sé svo í raun að fylgja engari leið. „MAGA (Make America Great Again, slagorð Trump) leiðin – það er að segja, gefa skít í ráðleggingar lækna og vísindamanna og hafa allt meir og minna opið. Þetta gerðu t.d. ríkisstjórar Texas og Flórída og fjölda annara ríkja innan Bandaríkjanna. Og leiðtogar landa eins og ekki bara Bandaríkjanna, heldur líka Braslíu hafa óspart hvatt sína landsmenn og fylkja/ríkjastjórir til að fylgja þessu fyrirkomulagi. Murduch og hans fjölmiðlaveldi (Fox, Sky…) er líka sterkt á þessari línu.
Kostir: Lífi almennings eru ekki settar neinar sérstaklegar skorður.
Gallir: Veiran grasserar fram og aftur í miklum bylgjum með miklu óþarfa manntjóni og heilsutjóni sem bitnar líka ekki síst á minnihlutahópum og þeim sem eru fátækari (og ekki bara gamalmennunum). Einnig er ekki víst að efnahagsávinnungur þessara stefnu sé eins mikill og áhagendur hennar halda fram því að fólk sem sér fullt að öðru fólki deyja í kringum það er kannski ekkert voðalega spennt fyrir því að skreppa í nautasteik á veitingarstað. Og ekki er líka óalgengt að þegar slær virkilega í þessar bylgjur að þá sé gripið til hertra samskiptaaðgerða (og til hvers var þá af stað farið ef það er samt endapunkturinn þegar nógu margir hafa dáið).“
Hringlandaháttur
Páll segir að það boði ekki gott að Ísland hafi tekið stundað um tíma tvær af þremur leiðum. „Þetta er í grófum dráttum valið. Langflestir sérfræðingar myndu aldrei ráðleggja númer 3 (meir að segja hann Tegnel í Svíþjóð var í upphafi aldrei á línu 3 og færist nú æ nær „hefðbundnari“ línu 2). En hvor leiðin er betri: 1 eða 2? Það á EKKI að vera ákvörðun þríeykisins eða vísindafólks yfirhöfð! Nei, það að láta stjórnvöldum í hendur eins miklar upplýsingar og hægt er á hverjum tíma um kosti og galla þessara leiða.
En það á vera leiðtogar landsins sem ákveða hvor leiðin er farin. Og helst að ákveða frekar fyrr en hitt hvor leiðin skuli vera höfð að aðaltakmarki og halda sig svo við það. Þetta hefur verið vandamálið þarna heima á Íslandi finnst mér. Það hefur aldrei verið ljóst fyrr kannski núna síðustu daga hvað var stefnt á?“
Tveir valkostir
Hann segir að stjórnmálamenn sem hafi verið samkvæmir sér hafi hlotið vinsældir. „Eins og það lítur út frá mínum bæjadyrum var byrjað á 1, en þegar það heppnaðist skipt í 2. Og núna farið að halla í 1 aftur. En ég er hreinilega ekki viss hver stefnan var/er – kannski veit það einhver betur. Þeir leiðtogar landsvæða sem hafa ákveðið að fylgja leið 1 tóku þá ákvörðun áður en að fyrsta bylgjan var að klárast. Og í langflestum tilfella hafa öðlast miklar vinsældir fyrir. Sama gildir um þá sem voru skýrinorðnir um það að þeir ætluðu sér að fylgja númer 2.
En þeim sem hafa ekki verið staðfastir og eru með hringlandahátt farnast ekki eins vel. Af hverju? Jú, fólk þarf að vita að það sé einhver heildarstefna og það þær fórnir sem mun þurfa að gera (hvort sem það er skert ferðafrelsi eða hömlur á mannamótum) hafi eitthvert langtímamarkmið, jafnvel þegar slær í á móti eins og er núna að gerast á Íslandi eða t.d. Nýja Sjálandi. En vei þeim sem reynir að selja þá bábilju að það sé hægt að útrýma veirunni innan einhvers landsvæðis, koma mannamótum aftur á til fyrra horfs OG hafa svæðið opið fyrir fólk sem er að koma annarsstaðar frá. Það er bara ekki hægt – slík töfralausn er ekki til. Ég ætla amk rétt að vona að það hafi ekki raunverulega verið ætlun Íslenskra stjórnvalda að fara einhverja slíka galdraleið.“