Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Reiði á Hlíf – Aldraður íbúi skimaður í þriðja sinn – Hið dularfyllsta mál segir Gylfi forstjóri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Covid-smit á Hlíf á Ísafirði þykir ráðgáta og enn er óljóst hvort aldraður íbúi þar sé smitaður. Konan á níræðisaldri var send í sína þriðju skimun í gær og beðið er niðurstöðunnar. Í fyrstu skimun reyndist konan jákvæð en í þeirri næstu neikvæð. Reiði ríkir meðal íbúa og aðstandanda vegna verulega íþyngjandi hömlum sem settar hafa verið á hina öldruðu íbúa. 

„Þetta er hið dularfyllsta mál og ég skil vel óánægju og reiði fólks varðandi þessar íþyngjandi hömlur,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann segir hádegisfund framundan þar sem hinar mótsagnakenndu niðurstöður verða ræddar og hvort gerðar verði breytingar á þeim hömlum sem íbúum hafa verið settar.

Gylfi Ólafsson. Mynd / Erni Eyjólfsson

Síðasliðinn laugardag greindist kona á níræðisaldri með Covid. Líkt og Mannlíf greindi frá voru 19 íbúar Hlífar á Vestfjörðum skipaðir í sóttkví eftir að smitið greindist meðal íbúanna og aðrir íbúar Hlífar beðnir um að fara að öllu með gát. Um er að ræða þjónustuíbúðir fyrir aldraða á Ísafirði. Alls hafa ríflega 130 einstaklingar verið skimaðir vegna Covid-19 á Hlíf til að leita uppruna smitsins, þar á meðal allir gestir fermingarveislu sem konan fór í. Uppruni hins mögulega smits er enn á huldu en vonir standa til að nú í hádeginu liggi staðfesting smitsins fyrir.

Aðspurður segir Gylfi það vissulega vont að geta ekki treyst prófunum betur og þurfa að ráðast strax í íþyngjandi aðgerðir án fullkominnar vissu um smit. „Prófin eru ekki já eða nei próf. Við vitum að fyrsta prófið var jákvætt og nú þurfum við það þriðja til að staðfesta málið.

Reynir Traustason, sem er ritstjóri Mannlífs, birti í dag færslu á Facebook þar sem hann lýsir ástandinu á Hlíf þar sem móðir hann dvelur. „Það ríkir furðulegt og sumpart óhugnalegt ástand á Hlíf á Ísafirði þar sem móðir mín dvelur. Einn heimilismanna greindist með Covid. Í framhaldinu var öllu skellt í lás. Móður mín var sett í stranga einangrun sem hún ræður engan veginn við. Bræðrum mínum og mágkonum er harðbannað að hafa við hana samskipti, hvorki í tveggja metra fjarlægð eða meira. Tengdadóttir hennar sem er ónæm fyrir veirunni mátti ekki fara til hennar í sóttvarnarbúningi,“ segir Reynir og heldur ákveðinn áfram:
Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs
„Aðföng til gömlu konunnar verða að berast í anddyrið. Hún fær sem sagt engan að hitta nema hugsanlega einhvern starfsmann. Þetta er að mínu mati mannréttindabrot og óboðleg meðferð á manneskju sem glímir við það að geta ekki séð um sjálfa sig óstudd. Tekið skal fram að þetta er ekki ábyrgð þeirra sem stjórna á Hlíf. Það fólk deilir áhyggjum með okkur sem erum nánust móður minni. Heilbrigðisyfirvöld bera alla ábyrgð á frelsissviptingu og einangrun hennar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -