Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Annie ekki lengur við stjórnvöllinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

CrossFit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir eignaðist dóttur á dögunum og greindi frá gleðifregnunum á samfélagsmiðlum. Aðspurð viðurkennir Annie að það séu heilmikil viðbrigði að verða foreldri.

„Auðvitað breytist allt þegar barn kemur í heiminn. Fólk segir að maður geri sér ekki grein fyrir því hvernig sé að eignast barn fyrr en það kemur að því og veistu, það er alveg rétt!

Ég er til dæmis atvinnumanneskja í þróttum þar sem allt gengur út á að stýra sínum degi, sem má svo sem alveg segja að séu ákveðin forréttindi, en nú er ég ekki lengur við stjórnvöllinn því allt í einu er þessi nýja manneskja komin inn í mitt líf og hún stjórnar bara.

Það er til dæmis hlutur sem ég sá ekki alveg fyrir þegar við fórum af stað í þessu ferli og ansi stór breyting fyrir manneskju eins og mig sem er vön því að hafa frekar mikla stjórn á aðstæðum,“ segir hún og hlær.

Lestu viðtalið við Annie í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -