Athafna- og viðskiptakonan Þóra Hallgrímsson er látin. Um þetta tilkynnti eiginmaður hennar, Björgólfur Guðmundsson, fyrrverand istjórnarformaður Landsbankands, í Fréttablaðinu í dag.
Fyrr á þessu árið varð Þóra níræð. Hún og Björgólfur voru áberandi í menningar- og viðskiptalífi hérlendis á árunum fyrir hrun.
Þóra fæddist árið 1930 í Reykjavík en hún er dóttir Hallgríms Fr. Hallgrímssonar, fyrrum forstjóra Skeljungs og alræðismanns Kanada, og konu hans Margrétar Þorbjargar Thors, dóttur Thors Jensen athafnamanns og systur Ólafs Thors fyrrum forsætisráðherra.