Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-8.2 C
Reykjavik

Tilfinningalegur vanþroski á karla-karla Alþingi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er stöðugt verið að reyna afvegaleiða umræðuna með beitingu þaulreyndrar kúgunar- og þöggunaraðferð valdhafanna. Þeirri aðferð langar mig svo til að henda í ruslið því þar á hún heima,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sem í upphafi vikunnar sagði sig frá störfum sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Þar vildi hún ekki vera upp á punt og segist hafa fengið nóg af því skítkasti sem viðgengst innan íslenskra stjórnmála.

Það virðist bara í lagi að þeir geri eitthvað brjálæðislega klikkað og svo daginn eftir geta þeir bara sagt: þetta gerðist ekki.

Þrátt fyrir að hafa ung að árum aldrei ætlað út í pólitík ákvað Þórhildur Sunna að láta slag standa þegar Píratar komu fram á sjónarsviðið, flokkur sem talar fyrir borgararéttindum og
lýðræði. Að hennar sögn skemmdi ekki fyrir að Píratar leggja áherslu á upplýsta ákvörðunartöku og að það sé í lagi að skipta um skoðun. „Mér finnst skipta máli að þú getir sagt, á grundvelli betri gagna sem fram koma, að þú hafir haft rangt fyrir þér. Það gerir venjulegt þroskað fólk. Umræðan á þinginu er því miður ekki á þeim stað. Þar er rosaleg karla-karla stemning þar sem þú hefur aldrei rangt fyrir þér og meginkosturinn að vera staðfastur. Mér finnst það bara sýna tilfinningalegan vanþroska, að geta ekki viðurkennt mistök og lært af þeim. Það er aldrei hægt að viðurkenna að hafa rangt fyrir sér heldur er bara hjólað í sendiboðann. Þetta hefur mjög eyðileggjandi áhrif.“

Þórhildur Sunna segist sannfærð um að hún sé á réttri leið í stjórnmálum þegar hún mætir þessari heift og ofbeldi innan Alþingis. „Þegar viðbrögðin eru svona rætin þá veit ég að ég er að hræra í einhverjum potti sem fólk vill ekki að ég hræri í. Það er ágætis staðfesting á því að maður er á réttri leið en ég get samt ekki sagt að ég þrífist endilega vel í brjáluðum átökum. Ég varð sjálf stundum reið yfir þessari ofbeldismenningu sem þarna þrífst,“ segir Þórhildur Sunna.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Mynd / Hallur Karlsson

Aðspurð hvað það er einna helst sem reiti hana til reiði segir hún það vera þegar valdhafarnir spili með raunveruleikann. „Það sem einna helst reiðir mig er þegar réttu máli er hallað. Ég tala stundum um gaslýsingar valdhafanna. Það virðist bara í lagi að þeir geri eitthvað brjálæðislega klikkað og svo daginn eftir geta þeir bara sagt: þetta gerðist ekki. Hvernig hægt er að endurskrifa söguna aftur og aftur.“

Lestu viðtal við Þórhildi Sunnu í Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -