Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sérsveit ríkislögreglustjóra og tæknideild lögreglunnar fundu í morgun poka með rusli og skordýrum. Til lögreglunnar var tilkynnt um torkennilegan hlut í Kópavogshöfn.
Vegfarandi tilkynnti um pokann og var pokinn sagður bundinn saman með kaðli við höfnina. Frá þessu var greint á Facebook-svæði lögreglunnar.
Kafarar sérsveitarinnar voru kallaðir til ásamt því að tæknideild lögrelgunnar var boðuð á vettvang. Þegar kafarar höfðu náð hlutnum upp reyndist í pokanuum aðeins vera rusl og skordýr. Miður huggulega skordýr að sögn lögreglu.