Laugardagur 23. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Brynjar segist ekki í stríði við Vilhjálm: „Hann hefur fengið frið fyrir mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynjar Níelsson þingmaður segist í samtali við Mannlíf ekki hafa horn í síðu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns líkt og sá síðarnefndi fullyrti í Fréttablaðinu í dag. Vilhjálmur telur eiginkonu Brynjars, Arnfríði Einarsdóttur landsréttardómara, vanhæfa til að dæma öll sín mál vegna persónulegrar afstöðu hennar í hans garð.

Vilhjálmur hefur farið fram á að Arnfríður víki sæti í tveimur málum sem bíða meðferðar í Landsrétti.  Í kröfu Vilhjálms til Landsréttar segir: „Afstaða Arnfríðar til mín persónulega vegna þessara lögmannsstarfa minna í þágu umbjóðanda míns, Guðmundar Andra Ástráðssonar, er að mínu mati ekkert leyndarmál enda hefur hún ekki farið leynt með þá skoðun sína og viðrað hana víða. Það sama á við um eiginmann Arnfríðar, Brynjar Níelsson.“

Brynjar segist ekki hafa átt í neinum átökum við Vilhjálm. „Hvernig á að vera hægt að bregðast við þeim? Það sem er merkilegt við fréttina í Fréttablaðinu er það að blaðamaðurinn virðist ekki telja ástæða til að spyrja Vilhjálm hvaða ummæli voru höfð uppi og við hverja. Við höfum ekki átt í neinum átökum utan það að hann ásakaði mig og Sigríði Andersen um spillingu með því að semja um um skipun eiginkonu minnar í embættið gegn því að ég gæfi eftir oddvitasætið í Reykjavík til Sigríðar,“ segir Brynjar.

Hann segist hafa svarað þessum kenningum áður. „Ég hef svarað þeim ásökunum opinberlega og bent Vilhjálmi um að þessi samsæriskenning gangi ekki upp þegar tímalínan er skoðuð. Að öðru leyti hef ég ekkert verið að skipta mér af Vilhjálmi og hann hefur fengið frið fyrir mér. Þú mátt bæta við að ég sagði það sama í sérstakri yfirlýsingu til MDE þar sem Vilhjálmur hélt þessum ásökunum fram í málinu. Benti jafnframt dómstólnum að það væri ekki lögmönnum sæmandi að vera með órökstuddar dylgjur af þessu tagi í dómsmálum,“ segir Vilhjálmur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -