Hér getur þú fundið út hvaða orka býr að baki fyrsta stafnum í nafninu þínu. Ekki er gerður greinarmunur á A og Á, O og Ó, U og Ú eða I og Í. Ef sami stafur kemur oftar en einu sinni fyrir í nafni þínu skaltu kíkja á hann líka og þess vegna fær Ð-ið að fylgja með (fyrir Guðríðar þessa lands) þótt ekkert nafn byrji á þeim staf. Í nafninu Anna eru tvö N svo hún ætti að skoða N-in líka og Halla ætti ekki bara að skoða H-ið, heldur líka A og L og svo framvegis.
A: Sjálfstæður frumkvöðull og leiðtogi sem þarfnast breytinga og ævintýra til að blómstra. Þú býrð yfir þrjósku og lærir af reynslunni.
B: Þú ert viðkvæm, kurteis og hjálpsöm manneskja, vinnur vel í hóp og gefur mikið af þér. Þú þarft að hafa jafnvægi í lífinu.
C: Skapandi kraftur einkennir þig og þú ert mikil félagsvera. Innsæi þitt er mikið og þú getur verið viðkvæm/ur.
D: Þú ert vinnusöm og stöðuglynd manneskja, skipulögð og þolinmóð, heiðarleg og sjálfri þér samkvæm.
Ð: Rólegheit, ábyrgð, stöðugleiki og skipulagning fylgja stafnum Ð.
E: Hreinskilni, lífsgleði og frelsisþörf einkennir þig. Þú sækist ekki eftir athygli og það dularfulla höfðar til þín.
F: Þú ert heimakær félagsvera og hefur ástvini þína í fyrsta sætinu. Þú ert listræn/n, ákveðin/n og þolir illa gagnrýni.
G: Þú hefur mikið ímyndunarafl, ert bókaormur og líður best í eigin félagsskap, vertu ein/n í viðskiptum eða slepptu þeim.
H: Þú ert leiðtogi með viðskiptavit, vinnur kerfisbundið og ert með smáatriðin á hreinu. Þú ert frumleg/ur en jarðbundin/n.
I: Þú ert fórnfús einfari og býrð yfir frumkvæði og virkni. Einnig listrænn og gefandi náttúruunnandi.
J: Þú býrð yfir ágætum leiðtogahæfileikum, ert frumlegur og bjartsýn/n. Þú ert afar sterk/ur þegar á þarf að halda.
K: Þú hefur mikinn metnað, ert mikill spekingur og opin/n fyrir mörgu. Þú gefur mikið af þér þegar þú treystir viðkomandi.
L: Skörp rökhugsun, frumkvæði og sköpun einkennir þig. Þú ert ljúf og sjarmerandi manneskja en stundum hvöss.
M: Þú býrð yfir hagsýni, staðfestu og góðri stjórnunartækni. Þú ert vinnusöm, þjónustulunduð og verndandi manneskja.
N: Þú vilt kryfja málin, aðhyllist heimspeki og þarft mikla fjölbreytni og hreyfingu í lífi þínu en ert enginn áhættufíkill.
O: Þú vilt sjá ávöxt erfiðis þíns strax, ert hagsýn/n og íhaldssöm/samur. Þú ert gefandi, ábyrgðarfull/ur og jarðbundin/n.
P: Þú getur verið lokuð manneskja en hefur mikinn skilning á málum. Þú ert ákveðin/n og viljasterk/ur.
Q: Viska, sérviska og metnaður einkenna þig, ásamt því að þú vilt ná langt í lífinu. Þú ert líka gjafmild/ur og glaðlynd/ur.
R: Þú ert skapandi tilfinningavera með frestunaráráttu. Einnig þolinmóð/ur og skilningsrík/ur og gefur mikið af þér.
S: Þú ert einlæg, tilfinningarík og frumleg manneskja, góður stjórnandi og gott að vinna með þér. Andleg málefni/trú höfða til þín.
T: Þú tekur fjölskylduna fram yfir framann, ert kurteis félagsvera og mikill diplómat. Þú þarfnast ástar.
U: Þú ert íhaldssamur einstaklingur, listrænn og hæverskur. Samúðarfullur, hvetjandi og hefur mikla tjáningarþörf.
V: Þú ert hagsýnn vinnuþjarkur sem kannt að koma þér á framfæri. Þú getur orðið þekk/ur á þínu sviði.
W: Þú ert leitandi, ástríkur og djarfur einstaklingur, þorir að taka áhættu en ert enginn glanni. Þú hefur mikla sölumannshæfileika.
X: Þú ert mikill listamaður í þér og getur orðið þekkt/ur sem slík/ur. Þú hefur einfaldan smekk, býrð yfir ábyrgð og fórnfýsi.
Y: Lærðu að hlusta á innsæi þitt og treysta á hæfileika þína. Leitaðu inn á við og miðlaðu af visku þinni til annarra.
Z: Þú ert mikill leiðtogi, dugleg/ur og kraftmikil/l og býrð yfir sjálfstrausti. Þú getur náð langt og ert fyrir munað.
Þ: Þú hefur andlega hæfileika, ert félagsvera en þarft líka einveru. Kurteisi og hjálpsemi einkenna þig, einnig sjálfstæðisþörf.
Æ: Þú hefur viðskiptavit en þarft að sýna varkárni. Ferðalög höfða til þín og þótt þú sért einfari áttu marga vini.
Ö: Þú ert vingjarnleg félagsvera með listræna hæfileika. Ef þú vinnur bug á skipulagsleysi og opnar þig betur nærðu meiri frama.