Mánudagur 25. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Björgólfur kveður móður sína: „Ég bið þess að þú vaknir hraustari eftir þessa löngu nótt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgsson minnist móður sinnar í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Móðir hans, Þóra Hallgrímsson, lést nýverið níræð að aldri. Eiginmaður hennar og faðir Björgólfs er Björgólfur Guðmundsson.

Björgólfur Thor segir erfitt að kveðja móður sína. „Elsku mamma. Hvernig kveður maður þig í hinsta sinn? Hvernig þakk­ar maður fyr­ir alla ást­ina og um­hyggj­una sem þú hjúpaðir mig alla ævi? Hvernig get ég sýnt þér hversu mikið ég elskaði þig og hversu mikið ég reiddi mig á þig sem ör­ugga höfn í lífs­ins brot­sjó?,“ spyr hann.

Hann minnist því næst hans síðustu stunda með henni.

„Ég sit hérna hjá þér á sjúkra­hús­inu með hönd þína í minni og bið þess að þú vakn­ir hraust­ari eft­ir þessa löngu nótt. Ég þrái að fá að tala við þig um svo margt og óska svo heitt að þú verðir hjá okk­ur aðeins leng­ur. Þetta ger­ist allt svo hræðilega hratt. Svo vek ég þig við sól­ar­upp­rás, horfi í augu þín og upp­sker bros.

Þú seg­ist enn vera þreytt og að þú vilj­ir ekki vakna strax – jánk­ar því að vilja hvíla þig aðeins leng­ur og ég ákveð að bíða með spjallið.

Ég næ þó að skjóta inn með inn­lif­un „…en þú veist að þú ert besta mamma í heimi!“ og upp­sker þetta ynd­is­lega bros þitt sem ein­kenn­ir þig svo ótrú­lega. Hvernig þú bros­ir líka alltaf svo sterkt með þínum skörpu en blíðu aug­um.“

- Auglýsing -

Hann segir gott að hafa getað þakkað henni fyrir allt. „Þetta eru síðustu sam­skipti okk­ar – stuttu seinna ertu horf­in af þess­ari jörð. En kannski eru þessi stuttu sam­skipti þau einu sem þurfti. Þau einu sem í raun skipta máli nú þegar við lok­um hringn­um frá fæðingu til dauða. Ég horfi út um glugg­ann yfir Ei­ríks­göt­una á húsið þar sem þú fædd­ir mig fyr­ir hálfri öld og okk­ar sam­eig­in­lega ferðalag hófst á fæðing­ar­deild­inni. Ein­ung­is 150 metr­ar eru þarna á milli – frá upp­hafi til enda okk­ar sam­veru á þess­ari jörð. Lífið er skrýtið,“ segir Björgólfur.

Hann segir svo að lokum: „Þú varst besta mamma í heimi, það er eina sem ég get sagt um okk­ar sam­veru. Ég naut alltaf góðs af enda­lausri gæsku þinni og ró í öllu sem á dundi á ferðalagi mínu með þér sem barn, strák­ur, maður og svo loks fjöl­skyldufaðir. Alltaf mætti maður skiln­ingi og ást hjá þér, þegar þú horfðir á mann með skil­yrðis­lausri ást og hallaðir höfði til hliðar með blíðu and­varpi. Takk fyr­ir allt elsku mamma. Ég mun sakna þín mikið, en mikið óend­an­lega er ég þakk­lát­ur fyr­ir all­ar stund­irn­ar sem við átt­um sam­an og allt sem þú gafst mér í vega­nesti í líf­inu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -