Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Ungar konur í atvinnulífinu verða í forgrunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Félag Ungra athafnakvenna í samstarfi við Alvotech munu standa fyrir ráðstefnu sem haldin verður 10. mars næstkomandi í Hörpu sem tileinkuð er ungum konum í atvinnulífinu og nefnist ráðstefnan UAK dagurinn.

Fram undan er spennandi ráðstefna í Hörpu þar sem félagið leitast við að skapa vettvang fyrir konur til að fræðast og efla hver aðra, fylla þátttakendur eldmóði og fá til liðs við sig áhrifafólk, ráðherra og erlenda gesti. Markmiðið er að gera stjórnendum fyrirtækja, stjórnmálamönnum og ungu fólki í atvinnulífinu á Íslandi grein fyrir kröftum vel menntaðra og reynslumikilla kvenna ásamt mikilvægi þess að hlustað sé á kröfur þessa öfluga hóps hvað varðar atvinnutækifæri.

Sigyn Jónsdóttir er formaður Ungra athafnakvenna (UAK). Sigyn er hugbúnaðar- og rekstrarverkfræðingur frá Columbia University og starfar hjá Men & Mice ásamt því að sitja í stjórn nýsköpunarfyrirtækisins Mure. UAK var stofnað árið 2014 af Lilju Gylfadóttur. Alls eru sex konur í stjórn UAK og eru félagskonur um 250 talsins. Í hverri viku bætast við nýjar félagskonur.

Hver eru helstu áherslur UAK og hafið þið sett ykkur markmið með starfseminni? „Ungar athafnakonur vilja stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu. Félagið er fyrir konur sem vilja skara fram úr á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins og við leitumst við að skapa vettvang fyrir konur til að fræðast og efla hver aðra,“ segir Sigyn.

„UAK dagurinn er ráðstefna tileinkuð ungum konum í atvinnulífinu. Á ráðstefnunni fáum við tækifæri til að hlusta á íslenska og erlenda leiðtoga ræða málefni sem skipta máli fyrir samfélagið sem við búum í, málefni sem tengjast jafnrétti.“

Hvernig vegnar ungum konum almennt og hver er upplifun þeirra í atvinnulífinu? „Ungar íslenskar konur eru í mikilli forréttindastöðu þegar horft er til annarra heimshorna eða nær okkur, til stöðu kvenna af erlendum uppruna hér á landi. Tækifærin eru ótal mörg og háskólarnir fullir af ungum konum sem eru tilbúnar að takast á við krefjandi stöður í atvinnulífinu. Eftir útskrift tekur svo við blákaldur raunveruleikinn og við okkur blasa staðreyndirnar, rúmlega 90% þeirra sem stýra peningum á Íslandi eru karlar. Þessu þarf að breyta og við ætlum ekki að sitja rólegar og bíða eftir því að hlutirnir breytist. Þar til konur og karlar standa jöfnum fótum í íslensku samfélagi munu Ungar athafnakonur starfa áfram og vinna að jafnrétti með fræðslu, umræðu og hvatningu,“ segir Sigyn.

Getur þú sagt okkur frekar frá UAK deginum sem fram undan er í Hörpu? „UAK dagurinn er ráðstefna tileinkuð ungum konum í atvinnulífinu. Á ráðstefnunni fáum við tækifæri til að hlusta á íslenska og erlenda leiðtoga ræða málefni sem skipta máli fyrir samfélagið sem við búum í, málefni sem tengjast jafnrétti,“ segir Sigyn.

Hvert er markmið ykkar með ráðstefnunni? „Við viljum gera stjórnendum fyrirtækja, stjórnmálamönnum og ungu fólki í atvinnulífinu grein fyrir kröftum vel menntaðra og reynslumikilla kvenna ásamt mikilvægi þess að hlustað sé á kröfur þessa öfluga hóps hvað varðar atvinnutækifæri,“ segir Sigyn.

- Auglýsing -

___________________________________________________________

*SÉRSTAKUR GESTUR RÁÐSTEFNUNNAR ER LAURA KORNHAUSER

Sérstakur gestur er Laura Kornahauser.

Laura er forseti og framkvæmdastjóri Stratyfy sem spáir fyrir um og greinir gögn til að efla hina sönnu sérfræðinga fyrirtækja – fólkið sem stýrir þeim til að taka upplýstari ákvarðanir til að bæta fyrirtækið. Hún tók þátt í að stofna Stratyfy árið 2016 ásamt þremur verkfræðingum. Fyrir stofnun Stratyfy var Laura framkvæmdastjóri hjá JPMorgan og vann við að selja flóknar afleiddar vörur til stórra kúnna. Á tólf árum hjá JPMorgan varð Laura sérfræðingur í að sjá um flókin sambönd við kúnna, bera kennsl á vörutækifæri og að þróa ný boð til að koma til móts við aukna eftirspurn kúnna. Hún upplifði þá óhagkvæmni þeirra vara sem notaðar voru, sérstaklega þeirra sem notaðar voru til að fylgja þróun í umhverfi reglugerðar. Eftir að hafa skapað ýmis ferli, tæki og tól til að hjálpa við að bæta árangur viðskipta, vissi hún að það þyrfti að vera til betri lausn og hún ætlaði að finna hana.

- Auglýsing -

___________________________________________________________

Hér má sjá dagskrána sem er hin glæsilegasta og von er á öflugum og fjölbreytum hóp fyrirmynda öðrum til eftirbreytni.
UAK dagurinn 2018 – Ráðstefna tileinkuð ungum konum í atvinnulífinu

10.00 Afhending ráðstefnugagna
10.30 Sigyn Jónsdóttir, formaður Ungra athafnakvenna
10.40 Eliza Reid forsetafrú setur UAK daginn 2018
11.00 Panel: Störf framtíðarinnar
Umræðum stýrir Fanney Birna Jónsdóttir

Gestir verða Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Ægir Már Þórisson, Stefanía G. Halldórsdóttir og Ari Kristinn Jónsson.

11.45 Hádegismatur
12.30 Leynigestur
13.00 Laura Kornhauser
13.30 Panel: Umræðan um áhrifamiklar konur
Umræðum stýrir Björg Magnúsdóttir
Gestir verða Rannveig Rist, Salvör Nordal og fleiri.

14.15 Kaffihlé
14.45 Alda Karen Hjaltalín
15.15 Halla Tómasdóttir

Panel: Störf framtíðarinnar

· Hvar og hvernig er AI þróað? Hverjir eru að því? Hvaða fyrirtæki? Hvernig eru teymin samansett, t.d. kynjahlutföll?
· Eru konur í minnihluta í þeim greinum sem verða hvað mest áberandi í fjórðu iðnbyltingunni? Ef já, hvað er hægt að gera? Eru stjórnvöld, menntastofnanir og fyrirtækin í landinu að undirbúa sig fyrir fjórðu iðnbyltinguna? Hvernig?
Gestir verða fulltrúar atvinnulífsins, stjórnvalda og háskólasamfélagsins.

Panel: Umræðan um áhrifamiklar konur

· Fyrirfinnst tvöfalt siðgæði gagnvart konum í almennri umræðu Íslendinga um áhugaverða einstaklinga?
· Gerum við meiri kröfur til útlits, framkomu og vinnubragða kvenna? Er orðræðan um áhrifamiklar konur harkalegri en orðræðan um karla í sambærilegum störfum?
· Fá konur, sem eru áberandi vegna vinnu sinnar, verri útreið í fjölmiðlum og athugasemdakerfum netheima vegna mistaka sinna?
· Finnst konum þær þurfa að vanda sig meira í starfi og með það sem þær tjá sig um opinberlega vegna ótta við að vera dæmdar harkalegar en karlar?
· Ef já, af hverju? Og hvernig breytum við þessu?

Gestir verða konur sem hafa verið áberandi í stjórnmálum eða stjórnendur stórra fyrirtækja sem hafa leitt erfið verkefni eða þurft að taka erfiðar ákvarðanir. Einnig farið í gegnum krefjandi tímabil á sínum starfsferli, þurft að svara fyrir sína vinnu og mögulega upplifað ósanngjörn viðhorf og athugasemdir í sinn garð.

Stjórn UAK, talið frá vinstri: Helena Rós Sturludóttir samskiptastjóri, Elísabet Erlendsdóttir viðskiptastjóri, Andrea Gunnarsdóttir viðburðastjóri, Sigyn Jónsdóttir formaður og Anna Berglind Jónsdóttir. Á myndina vantar Ásbjörgu Einarsdóttur fjármálastjóra.

Stúdíó Birtingur í samstarfi við Félag ungra athafnakvenna.
Umsjón / Sjöfn Þórðardóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -