Persónuvernd hefur slegið á putta Húsasmiðjunnar þegar kemur að notkun fingrafaraskanna hjá starfsmönnum fyrirtækisins. Slíkt samræmist einfaldlega ekki lögum og fyrirtækinu hefur verið gert að hætta notkuninni.
Ekki aðeins þarf Húsasmiðjan að hætta notkun fingrafaraskannans heldur eyða öllum fingrafaraupplýsingum starfsmanna sem safnað hefur verið til þessa. Persónuvernd hefur farið fram á Húsasmiðjan staðfesti fyrir fimmtudaginn næstkomandi hvort fyrirtækið hafi farið eftir fyrirmælunum.
Húsasmiðjan tilkynnti til starfsmanna sinna að tilgangurinn með fingrafaraskannanum væri að tryggja hagsmuni starfsfólksins, án þess að tilgreint hafi verið hverjir þeir hagmunir eru. Persónuvernd hefur nú úrskurðað þetta ólögmætt þar sem slík lífkennasöfnun væri byggð á viðkvæmum persónuupplýsingum.