Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

UN Women á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir Róhingjakonur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lýstu upp myrkrið – þú getur hjálpað.

Í sjötta sinn er ætlunin að sameinast í yfir tvö hundruð löndum og dansa fyrir þolendur kynbundins ofbeldis og sýna þeim samstöðu. UN Women á Íslandi í samstarfi við Sónar Reykjavík hvetja alla til að mæta í Hörpu 16. mars kl. 12-13 og dansa gegn kynbundnu ofbeldi.

Stella Samúelsdóttir er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi og hefur yfirumsjón með verkefnum og daglegum rekstri UN Women á Íslandi ásamt því að vera talskona samtakanna.

Stella Samúelsdóttir er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi og hefur yfirumsjón með verkefnum og daglegum rekstri UN Women á Íslandi ásamt því að vera talskona samtakanna. Stella hefur meira og minna verið búsett erlendis síðustu 15 árin. Fyrst á Ítalíu, svo í Malaví og loks í Bandaríkjunum. Hún hefur víðtæka starfsreynslu á sviði þróunarsamvinnu, reksturs og viðskipta.

Getur þú sagt okkur frá helstu viðburðum í tengslum við neyðarsöfnunina?
„Vð hjá UN Women á Íslandi, í samstarfi við Sónar Reykjavík, skemmtilegasta viðburð ársins – dansbyltinguna Milljarður rís, föstudaginn 16. mars kl. 12-13 í Hörpu. Í sjötta sinn ætlum við að sameinast í yfir tvö hundruð löndum og dansa fyrir þolendur kynbundins ofbeldis og sýna þeim samstöðu með gleði að vopni. Í ár tileinkum við dansinn öllum þeim konum af erlendum uppruna hér á landi sem þurft hafa að þola kynferðislegt, líkamlegt og kerfisbundið ofbeldi. Raddir kvenna af erlendum uppruna verða að fá heyrast.”

Segðu okkur aðeins frá tilurð og framkvæmd söfnunarinnar?
„Við hjá UN Women á Íslandi efnum til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur í Bangladess sem hafa þurft að þola gróft ofbeldi og búa við grimman veruleika.UN Women starfrækir neyðarathvarf fyrir konur í flóttamannabúðum í Cox´s Bazar í Bangladess þar sem Róhingjakonur hljóta áfallahjálp, atvinnutækifæri og öryggi gegn ofbeldi. UN Women dreifir einnig sæmdarsettum til kvennanna sem inniheldur helstu hreinlætisvörur, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar.“

Stella segir að neyðin sé gríðarleg og mikilvægt að bregðast við hið fyrsta. ,,UN Women vantar sárlega fjármagn til að veita konum kvenmiðaða neyðaraðstoð með tilliti til þarfa kvenna og barna þeirra. Tryggja þarf áframhaldandi rekstur neyðarathvarfsins, ef ekkert verður að gert lokar neyðarat-hvarfið nú í apríl. Við hvetjum alla til að senda SMS-ið KONUR í 1900 (1900 kr.) og styrkja áframhaldandi starfsemi neyðarathvarfs fyrir konurnar í flóttamannabúðunum.“

,,Við hvetjum alla til að leggja Róhingjakonum lið. Með því að senda SMS-ið KON-UR í 1900 styrkir þú neyðarathvarf UN Women fyrir konur í flóttamanna-búðunum þar sem konur hljóta áfallahjálp, fá sæmdarsett, atvinnutækifæri og öryggi gegn ofbeldi.“

Er vitundarvakning á Íslandi þegar kemur að neyðarkalli sem þessu?
„Miðað við þann stuðningu sem við hjá UN Women á Íslandi höfum fundið undanfarin ár eru landsmenn svo sannarlega meðvitaðir um að styðja við og valdefla systur okkar um allan heim. Við erum einnig stolt af því að við hjá landsnefnd UN-Women á Íslandi sendum hæsta fjárframlag til verkefna allra landsnefnda sem eru alls fimmtán talsins. Sú staðreynd er sönnun þess hve almenningur hér á landi er meðvitaður um bága stöðu kvenna og stúlkna víða um heim og mikilvægi þess að valdefla konur og stúlkur sem búa við grimman veruleika.“

- Auglýsing -

Neyðin er brýn og það er ákall um hjálp, hefur þú fundið á eigin skinni hversu brýn þörfin er og að eitthvað sé að gert?
„Þörf Róhingjakvenna í Bangladess fyrir aðstoð og stuðning er þeim lífsnauðsynleg líkt og við höfum séð í heimsfréttum að undanförnu. Um 400 þúsund konur dvelja um þessar mundir í flóttamannabúðunum og þora ekki að vera úti við af ótta við ofbeldi. UN Women hefur eins og er bolmagn til að fjármagna eitt neyðarathvarf sem mögulega lokar í apríl ef ekki tekst að fjármagna áframhaldandi starfsemi athvarfsins. Konur í búðunum búa við grimman veruleika, eru berskjaldaðar fyrir ofbeldi og í bráðri hættu á að vera hnepptar í mansal eða kynlífsþrælkun en konur í neyð sem þessari eru berskjaldaðar fyrir slíku ofbeldi. Okkar hlutverk er að valdefla konur í aðstæðum sem þessum og útvega þeim réttu verkfærin til að vinna sig úr þessum erfiðu aðstæðum.“

24 þúsund Róhingjakonur í búðunum eru ýmist barnshafandi eða með barn á brjósti

Hver er staðan hjá Róhingjakonum í dag? Hversu alvarleg er staðan og getur þú lýst þeirri grimmd sem þær búa við?
„Róhingjakonur eru rúmlega helmingur þeirra sem dvelja í flóttamannabúðum í Cox´s Bazar, Bangladess. Þær eru hvergi sjáanlegar en konur í búðunum dvelja að meðaltali inni í 21-24 klst. á sólarhring vegna stöðugs ótta við ofbeldi. Í neyð sem þessari eru konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. Stöðug hætta á ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansali vofir yfir konum og stúlkum í búðunum en nauðganir á konum og stúlkum hafa verið notaðar sem markvisst stríðsvopn í þessum blóðugu átökum. Nánast allar konur og stúlkur í búðunum hafa orðið vitni að eða verið beittar grófu kynferðislegu ofbeldi á borð við nauðgun, hópnauðgun. Í mörgum tilfellum voru konur og stúlkur látnar horfa á þegar hermenn myrtu börn þeirra eða foreldra áður en þeir hófu að nauðga þeim. Konur og stúlkur þurfa einnig að deila salernisaðstöðu/sturtuaðstöðu með körlum sem gerir einnig að verkum að konur fara nánast ekki út fyrir heimilið af ótta við ofbeldi.“

UN Women á Íslandi er í góðu samstarfi við samstarfsaðila um heim allan. „Við eigum í góðu samstarfi við svæðisskrifstofur UN Women um allan heim, höfuðstöðvar UN Women í New York og vinnum ýmis verkefni samhliða öðrum landsnefndum UN Women sem starfa í þágu UN Women líkt og við gerum hjá íslensku landsnefndinni.“

- Auglýsing -

Nú hefur þú lagt málum sem þessum lið í áranna rás með ýmsum hætti, brennur þú fyrir því að láta gott af þér leiða til kvenna í neyð? Er þetta ástríða þín í starfi og leik?
„Já, það má segja að jafnréttismál séu eitthvað sem ég brenn fyrir og hef gert allt frá unga aldri og þau eru í raun rauði þráðurinn í öllum mínum störfum. Eftir að hafa starfað í fimm ár í Malaví, einu fátækasta ríki heims, sem og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, hef ég styrkst enn frekar í þeirri ástríðu að starfa að jafnréttismálum. Þetta er svo mikilvægt fyrir okkur öll, hvar sem við erum í heiminum. Það er staðreynd að þeim löndum sem búa við mesta jafnréttið vegnar betur á öllum sviðum. Það er alveg nauðsynlegt að kvenmiða neyðaraðstoð, því þarfir kynjanna eru ólíkar. Hingað til hafa raddir kvenna ekki heyrst og þar af leiðandi ekki verið tekið tillit til þeirra þarfa. Þessu þarf að breyta og það gerir UN Women.“

Stella hvetur alla þá sem geta lagt lið með einhverjum hætti að taka þátt og minnir á að margt smátt gerir eitt stórt. ,,Hver króna skiptir máli og við þökkum öllum velunnurum UN Women á Íslandi kærlega fyrir stuðninginn. Hann er ómetanlegur. Við hlökkum til að sjá sem flesta á dansbyltingunni Milljarður rís og dansa þar saman gegn kynbundnu ofbeldi.“

Milljarður rís í Hörpu

Í sjötta sinn er ætlunin að sameinast í yfir tvö hundruð löndum og dansa fyrir þolendur kynbundins ofbeldis og sýna þeim samstöðu. UN Women á Íslandi í samstarfi við Sónar Reykjavík hvetja alla til að mæta í Hörpu 16. mars kl. 12-13 og dansa gegn kynbundnu ofbeldi. Í fyrra komu saman um fjögur þúsund manns á öllum aldri um allt land í tilefni af Milljarður rís. Í ár verður dansað um allt land, í Reykjavík, Akureyri, Seyðisfirði, Reykjanesbæ, Neskaupstað, Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum, Hvammstanga og Borgarnesi. Samtakamátturinn verður allsráðandi.

Í ár tileinkar UN Women á Íslandi Milljarð rís konum af erlendum uppruna sem þurft hafa að þola margþætta mismunun og ofbeldi. Þær munu eiga sviðið í ár.

DJ Margeir heldur uppi stuðinu líkt og undanfarin ár og lofa UN Women óvæntum viðburðum og ógleymanlegri upplifun.

Allir eru hvattir til að mæta og láta jörðina hristast með samtakamættinum.

Milljarður rís er haldinn víða um land; í Hörpu Reykjavík, Hofi Akureyri, Hljómahöll Reykjanesbæ, Þrykkjunni vöruhúsi, Félagsheimilinu Herðubreið Seyðisfirði, Íþróttahúsinu Neskaupstað, Íþróttahúsinu Egilsstöðum og Félagsheimilinu Hvamms-tanga.

Vissir þú að?
– 96% kvenna í búðunum segjast ekki hafa fengið ráðið eigin
ráðahag.
– Um 45% Róhingjakvenna hafa verið giftar á barnsaldri.
– 24 þúsund Róhingjakonur í búðunum eru ýmist barnshafandi eða með barn á brjósti.

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við UN Women á Íslandi.
Texti / Sjöfn Þórðardóttir
Myndir / Úr einkasafni UN Women

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -