Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Matarbúðin Nándin hlýtur Bláskelina 2020

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra veitti Bláskelina 2020, viðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir framúrskarandi plastlausa lausn, fyrr í dag.

Matarbúðin Nándin

Matarbúðin Nándin hlaut viðurkenninguna í ár. Matarbúðin Nándin er plastlaus matarbúð sem endurnýtir glerið sem selt er í búðinni. Markmið þessa fjölskyldufyrirtækis er að skapa „sjálfbært matvælakerfi“ þar sem sett er upp hringrás fyrir gler, ásamt því að selja matvöru í niðurbrjótanlegum og moltuhæfum umbúðum. Starfsmenn leggja sig fram um að vera ráðgefandi gagnvart sínum samstarfsaðilum um hvernig best er að taka þátt í verkefninu.

Viðurkenningin er veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Kallað var eftir tilnefningum á vormánuðum og voru 13 aðilar tilnefndir í 16 tilnefningum.

Dómnefnd skipa Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins og Sævar Þór Halldórsson í framkvæmdahópi Plastlauss september.

Fjórir aðilar komust í úrslitahópinn í ár, en þeir eru: Bioplastic Skin, Krónan, Matarbúðin Nándin og Plastplan.

Bioplastic Skin

Bioplastic Skin er verkefni sem snýr að hönnun umhverfisvænna umbúða úr dýrahúðum sem nota má til að pakka kjötvörum. Nú til dags er stór hluti dýraskrokka vannýttur eftir slátrun og þar með er dýrmætum hráefnum eins og dýrahúðum sóað. Í dag, á meðan verið er að rannsaka nákvæma eiginleika efnisins, er markmið verkefnisins að vekja fólk til umhugsunar um einnota plastumbúðir og kjötneyslu.

- Auglýsing -
Krónan

Krónan hefur unnið markvisst að því að draga úr magni plasts sem fellur til í verslunum og auka endurvinnslu. Á síðasta ári hóf Krónan samstarf við Plastplan sem endurvinnur plast frá verslun þeirra á Granda og fyrr á árinu skrifuðu þau undir samstarfssamning við Pure North Recycling og tryggja með því endurvinnslu á öllu plasti sem til fellur hjá fyrirtækinu. Krónan tók úr umferð alla smápoka úr plasti sem hafa fengist gefins við kassa og í ávaxta- og grænmetisdeildum. Stefna þeirra er svo að hætta með alla burðarpoka úr plasti – um leið og birgðir klárast, sem er áætlað í október.

Plastplan

Plastplan sérhæfir sig í plastendurvinnslu, hönnun og fræðslu. Fyrirtækið býður einstaklingum og fyrirtækjum ráðgjöf varðandi minni plastnotkun og plastsóun ásamt því að endurvinna það plast sem óumflýjanlega fellur til hjá viðkomandi aðilum. Plastplan flokkar, hreinsar, hakkar og umbreytir plastinu og býr að lokum til nytjahluti fyrir viðskiptavini sína.

Hér má finna Facebook viðburð afhendingarinnar.

- Auglýsing -

Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected].

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -