Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingum frá Reykjagarði vegna gruns um salmonellu. Fyrirtækið er að innkalla kjúklinginn.
Innköllunin nær eingöngu til eftirfarandi rekjanleikanúmera:
- 001-20-31-3-07 & 001-20-31-1-13 (Holta-, Kjörfugl og Krónu-kjúklingur)
- 001-20-31-3-07 & 001-20-31-1-13 (Heill fugl, bringur, lundir, bitar)
Dreifing: Icelandverslanir, Hagkaupsverslanir, Krónan, KR Vík, Kjarval, Nettó, Costco, Extra24, Heimkaup, Kf. Skagfirðinga, Bjarnabúð, Kjörbúðin, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Olís Verslun Varmahlíð, Basko/10-11.
Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir að skila þeim til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs hf. að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.
Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected].