Fréttamaðurinn fyrrverandi, Ólafur Einar Friðriksson, er látinn. Hann lést eftir langvinn veikindi, 66 ára að aldri en hann fæddist 6. apríl 1954.
Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 en Ólafur var einn af brautryðjendur fréttastofunnar. Hann var í hópi fyrstu fréttamanna þar en áður starfaði hann sem blaðamaður á DV og RÚV.
Ólafur lærði bæði stjórnmálafræði og lögfræði. Hann starfaði hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir að hann hætti í fréttamennsku og færði sig síðan yfir til Fjármálaeftirlitsins þar sem hann starfaði til 2012.
Ólafur glímdi við blóðsjúkdóm og lést af völdum hans á Landspítalanum þann 1. september síðastliðinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu og son.