„Finnst öllum í lagi að þetta sé birtan sem okkur er boðið upp á að ganga niður Vesturgötuna?,“ segir Guðbjörg Guðmundsdóttir, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur, sem birtir skuggalega mynd af Vesturgötunni inni á hópi hverfisbúa á Facebook.
Eins og ljósmyndin sýnir skortir nokkuð á lýsingu á Vesturgötinni að kvöldlagi. „Fínt fyrir glæpi,“ segir Vigdís Einarsdóttir, meðlimur hópsins, í umræðu um götulýsinguna skuggalegu.
Gréta S. Guðjónsdóttir tekur í sama streng. „Mér finnst þetta vera mjög óþægilegt, bý á Vesturgötunni. Þetta er líka öryggisatriði,“ segir Gréta.
Signý Amelia Hackert telur dapurlegt að sjá hversu allt er orðið grátt í boði borgarstjórnar. „Mér finnst alltof mikið myrkur hér um allt. Dapurlegt að sjá allt svart og grátt. Hverfin eru drungaleg og maður veit ekkert hver á ferð. Ég heyri eldra fólk segjast ekki þora að ganga hér um,“ segir Signý.