Mánudagur 25. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Harmleikur í Garðabæ: Ellefu ára drengur fannst látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ellefu ára gamall drengur fannst látinn í heimahúsi í Garðabæ á þriðjudag. Líklegt er talið að um slys sé að ræða. Samfélagið er í sárum vegna málsins og rannsókn lögreglu stendur yfir samkvæmt heimildum Mannlífs. Málið er mjög umtalað á meðal barna í Garðabæ. Börnin hafa aðeins fengið óljósar upplýsingar um harmleikinn.

Drengurinn var í Sjálandsskóla og fannst hann látinn heima hjá sér á þriðjudag. Ljóst var að slys hafði orðið. Mannlíf ræddi við sóknarprestinn, séra Jónu Hrönn Bolladóttur, sem var augljóslega mjög brugðið vegna atburðarins og af tillitssemi við aðstandendur gat hún ekki rætt málið. Sorgin sé einfaldlega of mikil.

Skólastjórnendur Sjálandsskóla treystu sér ekki til að ræða við fjölmiðla vegna málsins. Eiríkur Björn Björgvinsson, forstöðumaður fræðslusviðs Garðabæjar, segir að í öllum tilvikum þar sem upp koma sorgleg slys eða andlát fari í gang ákveðið ferli sem felur meðal annars í sér áfallahjálp og vandaða upplýsingagjöf til nemenda og foreldra skólanna. Vegna trúnaðar getur hann ekki rætt einstaka mál heldur aðeins á almennum nótum.

Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varðist allra frétta þegar eftir því var leitað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -