Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Hágæðavörur fyrir útivistina, líkamsræktina, fjallgöngur og ferðalög

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verslunin og heildsalan Sportís hefur haslað sér völl hér á landi og þykir hafa afar gott vöruúrval og sérlega góða þjónustu. Við heimsóttum Skúla J. Björnsson í Mörkina og kynntum okkur tilurð fyrirtækisins og það sem Sportís hefur upp á að bjóða. En Skúli annast daglegan rekstur fyrirtækins og hefur unnið í þessum bransa frá árinu 1983 en áður var hann meðal annars forstöðumaður félagsmiðstöðvar.

Skúli J. Björnsson og Anna S. Garðarsdóttir stofnuðu fyrirtækið Sportís árið 1983. Hér er Skúli með dóttur sinni Sigrúnu Kristínu sem er verkefnisstjóri hjá Sportís.

Segðu okkur aðeins frá tilurð verslunarinnar Sportís og helstu áherslum ykkar í vöruúrvali og þjónustu? „Sportís ehf var stofnað af mér og konu minni, Önnu S. Garðarsdóttur, í febrúar árið 1983 og markmiðið var að reka heildverslun með vandaðar vörur á sviði íþróttafatnaðar, eingöngu góð vörumerki. Við höfum byggt upp fjölda þekktra vörumerkja á þessum tíma.“

Getur þú sagt okkur meira um vöruúrvalið? „Í verslun okkar í Mörkinni 6 erum við með íþróttaskó og starfsfólk okkar er þrautþjálfað í að veita leiðbeiningar í vali á hvers kyns íþróttaskóm. Við bjóðum upp á mikið úrval af hlaupaskóm, utanvegaskóm og innanhússskóm fyrir alla. Einnig erum við með útivistar- og vetrarfatnað og margt fleira. Við erum með mikið af CASALL-æfingafatnaði fyrir konur, það er merki sem allar konur elska. Casall er þekkt fyrir gæði og endingu.
Kari Traa er nýtt norskt merki – heitir eftir skíðadrottningu og margföldum ólympíugullhafa. Það merki býður mjög öfluga línu af sportfatnaði fyrir konur og hefur vakið mikla athygli fyrir merino-ullarlínuna sem er litrík og flott. Ennfremur erum við með mikið úrval af REIMA-barnafatnaðnum sem er finnsk gæðavara með mikið úrval af vetrargöllum, lambhúshettum og öllum þeim fatnaði sem fær börnin til að vilja vera úti.“

Skúli nefnir einnig að þau séu með Canada Goose-merkið sem er þekkt um allan heim fyrir hlýju, vönduðu og fallegu vetrarúlpurnar. „Canada Goose er mjög vinsælt merki hjá Sportís og við erum með landsins mesta úrval af þessum frábæru úlpum. Nýjar og spennandi úlpur voru að koma og nú er hægt að fara að njóta vetrarins.“

Hvert er ykkar aðalsmerki í vörutegundum? „Öll okkar merki eru aðalsmerki – en til að nefna einhver má nefna Canada Goose sem er heimsfrægt og hefur verið framleitt frá árinu 1957 og nýtur mikilla vinsælda. Finnska barnafatamerkið Reima sem var stofnað árið 1944. Asics er toppurinn í hlaupaskóm og er fyrsta val alvöruhlaupara. Asics er japanskt fyrirtæki stofnað árið 1949. Við seljum öll þessi merki og fleiri einnig í heildsölu til valinna endursöluaðila um land allt.“

Leggið þið mikið upp úr að vera með hágæða útivistarfatnað og vörur fyrir þá sem stunda útivist? „Við seljum vörur fyrir útivist, göngur, ræktina, ferðalög og fleira.“

Mynd / Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Sportís. 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -