Einn af stofnendum Play flugfélagsins hefur farið fram á gjaldþrotaskipti félagsins. Krafa þess efnis var lögð fram í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Lögð var fram krafa um gjaldþrotaskipti flugfélagsins Play fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þetta staðfesti Arnar Már Magnússon, forstjóri félagsins í samtali við Markaðinn. Krafan var lögð fram af Boga Guðmundssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra sölu-og markaðssviðs félagsins, sem hlaut ekki náð hjá nýjum eigendum félagsins sem tóku við eignarhaldinu snemma sumars líkt og Mannlíf greindi fyrst frá.
Bogi var meðal stofnenda og eigenda félagsins og gerir nú kröfu uppá 30 milljónir hjá Play. Arnar Már framkvæmdastjóri sendi frá sér tilkyningu vegna kröfu Boga. Þar segir að gert hafi verið upp við stjórnandann fyrrverandi að fullu en Bogi vilji einfaldlega meira. Það segir Arnar Már sárt að upplifa, að hann reyni nú að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína og að krafan sé komin til þar sem Bogi eigi erfitt með að sætta sig við að hafa þurft að yfirgefa hópinn þegar nýir eigendur komu inn.