Bryggjan brugghús er rómaður staður fyrir frábæran mat, líflega stemningu og skemmtilega viðburði sem tengjast gjarnan árstíðum þar sem áhugaverðri dagskrá er parað saman við glæsilega matseðla og drykki sem eiga við hverju sinni. Við hittum Margréti Ríkharðsdóttur sem er yfirmatreiðslumeistari og Elvar Ingimarsson, eiganda og rekstrarstjóra, og fengum innsýn í hvað verður í boði á jólasmatseðli staðarins í vetur.
Þið eruð komin á fullt að undirbúa aðventuna og byrjuð á jólamatseðlinum. Getur þú gefið okkur forskot á sæluna og ljóstrað leyndarmálinum hvað verður í boði á jólamatseðlinum í ár?
„Eins og undanfarin ár byrjum við á jólaplattanum sem er blanda af forréttum. Við reyndum að koma bjórnum eins mikið og hægt var inn í seðilinn. Á plattanum erum við með síld, marineraða í bláberjum, og IPA-bjór, lax grafinn í Fagnaðarerindinu (innsk. jólabjór) með sinnepsdressingu, bjórgrafið lambainnralæri með hindberja- og basildressingu og að lokum rækjukokteil með mangó- og sítrussósu. Aðalrétturinn er svo hægeldað andalæri með beikonkartöflumús, döðlumauki, vorlauk, ostrusveppum og appelsínusoðsósu. Í eftirrétt erum við með Stout-ís, piparkökumulning, bakað hvítt súkkulaði og kirsuberjasósu,“ segir Margrét full tilhlökkunar. Byrjað verður að bjóða upp á jólaseðil Bryggjunnar brugghúss þann 23. nóvember næstkomandi.
Má segja að sjávarfang verði í forgrunni hjá ykkur í aðventunni?
„Sjávarfang spilar stórt hlutverk á jólaplattanum og bjórinn einnig en hann er auðvitað allur bruggaður hér innanhúss,“ segir Margrét.
Margrét og Sigurður Hjartason matreiðslumaður eiga heiðurinn af samsetningu jólamatseðlisins í ár og hafa nostrað við hann af mikilli ástríðu.
Þið bruggið ykkar eigin bjór sjálf, verið þið með jólabjór í ár?
„Bryggjan brugghús ber út „Fagnaðarerindið“ í fljótandi formi um jólin. Bjórstíllinn er belgískur Dubbel. Þurrkaðir ávextir og sæta frá ristuðu byggi einkenna þennan myrka en notalega bjór. Dökkur eins og nóttin en ljúfur í munni. Hjálpið okkur að breiða út Fagnaðarerindið,“ segir Elvar og er mjög ánægður með nýjustu afurðina í brugginu.
Bjóðið þið upp á viðburði í tengslum við aðventuna, skemmtidagskrá samhliða því er gestir njóta matarins?
„Já, frá fimmtudegi til sunnudags verður lifandi jólajazz í boði fyrir gestina.“
Er mikið um að fyrirtæki og hópar haldi upp á aðventuna hjá ykkur og bóki langt fram í tímann?
„Það eru mjög margir hópar, bæði íslensk fyrirtæki og vinahópar, sem eru þegar byrjaðir að bóka bæði jólaseðilinn og jólahlaðborð. Við bjóðum upp á jólahlaðborð fyrir stærri hópa sé óskað eftir því,“ segir Elvar og er ávallt reiðubúinn að koma til móts við óskir viðskiptavina. „Síðan er aldrei að vita hvort við bregðum út af vananum og höldum þrettándagleði á nýju ári,“ segir Elvar og brosir breitt.
Jólaseðillinn – innihald
Jólaseðillinn (hægt að fá vegan-útgáfu) – 7.990 kr. (hægt að fá drykkjarpörun á 4.990 kr. aukalega)
Forréttir
Marineruð síld í IPA-bjór og bláberjum á rúgbrauði
Grafinn lax í Fagnaðarerindinu (jólabjór) og sinnepssósa
Bjórgrafið lamb með epli og basil- og hindberjadressingu
Rækjukokteill með mangó- og sítrussósuAðalréttur
Confit de Canard (andalæri) með beikon-kartöflumús, döðlumauki, vorlauk, ostrusveppum og appelsínusoðsósu
Eftirréttur
Bjór-ís (stout) með piparkökumulning, bökuðu hvítu súkkulaði og kirsuberjasósu
Jólahlaðborð – 9.990 kr.
Forréttir
Bláberja- & IPA-marineruð síld með rúgbrauði
Sinnepssíld með rúgbrauði
Lax, grafinn í Fagnaðarerindinu með sinnepssósu
Reyktur lax með piparrótarsósu
Reyktar rækjur í skel og chili-tartarsósa
Bjórgrafið lamb með hindberja- og basildressingu
Vegan-jólataco með döðlumauki & stökkri gulrót
Vegan-paté á rúgbrauði með bjórsýrðri gúrku & sætum lauk (inniheldur hnetur)
Jólasalat með eplum, hnetum & hindberjadressingu
Aðalréttir
Andalæri – confit de canard
Purusteik af bjórgrís
Hnetusteik
Meðlæti
Sykurbrúnaðar kartöflur
Rósakál
Gljáðar gulrætur
Appelsínugljái
Eftirréttir
Bjórís með kirsuberjasósu og piparkökumulning
Súkkulaðikaka Bryggjunnar og fersk ber
Kókostoppar
Bókunarnúmer 456-4040
eða [email protected]
Lágmarksfjöldi í jólahlaðborð eru 50 manns.
Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Bryggjan brugghús.
Myndir / Hákon Davíð Björnsson