Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

„Miskunnarlaust lagður í einelti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áslaug Thorlacius, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík, setti upp sýningu í sumar á verkum Hjálmars Stefánssonar frá Smyrlabergi, til þess að gera óþekkts listamanns úr Húnavatnssýslunni, sem hún telur að hafi ekki notið sannmælis meðan hann lifði en sé um margt einstakur í íslenskri myndlistarsögu.

 

„Það komu hátt í þúsund manns til okkar á tíu dögum,“ segir hún brosandi. „Og öllum var auðvitað boðið kaffi og það var rosalega mikið spjallað. Þar á meðal var fólk sem taldi sig hafa þekkt Hjálmar vel og sumir vildu meina að hann hefði ekki byrjað að mála fyrr en á sínum allra síðustu æviárum, á meðan aðrir sögðust muna eftir málverkum hjá honum á sjöunda og jafnvel sjötta áratugnum, þannig að ég held að hann hafi kannski fyrst og fremst verið að mála fyrir sjálfan sig. Ég fann það líka í öllum þessum samtölum að hann hefur alla sína tíð verið miskunnarlaust lagður í einelti, eins og það heitir í dag. Árið 1920 vissi fólk auðvitað ekkert hvað fötlun var og það skildi sjálfsagt enginn hvað var að þessu barni.“

„Í öllu þessu spjalli við ættingja hans var greinilegt að fólk hefur samviskubit.“

„Markmiðið hjá okkur með því að setja upp þessa sýningu var alls ekki að búa til neina þerapíu, en það var nú samt svolítið það sem gerðist og heimsóknin varð að nokkurs konar sáttastund hjá mörgum. Það komu mjög mörg skyldmenni Hjálmars að skoða verkin hans. Hann fæddist inn í stóran systkinahóp og fjölskyldan er mjög stór en sumir virtust lítið hafa þekkt til hans. Það hefur trúlega ekki verið talað mikið um hann. Ég hugsa jafnvel að fjölskyldan hafi kannski skammast sín svolítið fyrir hann. En í öllu þessu spjalli við ættingja hans þá var greinilegt að fólk hefur samviskubit og líður illa yfir því hvernig heimurinn hefur komið fram við þennan saklausa frænda þeirra. “

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Kaupa blað í vefverslun >

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -