MARGT & MIKIÐ er verslun sem býður upp á fjölbreytt úrval af alls konar vörum. Má þar helst nefna leikföng, spil, púsl, þrautir og leiki, föndurvöru, ferðatöskur, tölvutöskur og útivistarbakpoka. Við kynntum okkur úrvalið á útivistarvörunum frá Thule og vörur í tengslum við útivist og ferðalög og spjölluðum við Guðjón Júlíusson sölustjóra.
Getur þú sagt okkur aðeins frá Thule og vörunum frá þeim? „Thule var stofnað árið 1942 og byrjaði framleiðslu sína þá. Frá upphafi hefur Thule framleitt vörur með það að leiðarljósi að einfalda fólki að lifa virkum lífstíl á einfaldan hátt. Margir þekkja ferðaboxin á bílana, hjólafestingarnar og skíðafestingarnar en það nýjasta er frábært úrval af útivistarbakpokum frá Thule,“ segir Guðjón.
Segðu okkur frá úrvalinu á útivistarbakpokunum sem í boði eru? „Hjá MARGT & MIKIÐ getur þú fengið útivistarbakpoka í mörgum stærðum og gerðum en það er mikilvægt að velja rétta bakpokann miðað við hvern og einn einstakling og eftir því hvað á að nota hann í, allt frá stuttum gönguferðum upp í margra daga ferðalag. Starfsfólkið okkar hjálpar þér að velja rétta bakpokann miðað við þínar þarfir og þinn líkama. Capstone-, All Trail-, Versant- og Guidepost-útivistarbakpokarnir eru allir með Versa Clik-smellufestingunni en það er sérstök festing sem er á mjaðmabeltinu á þessum bakpokum. Með Versa Clik getur þú fest ýmsa aukahluti á mjaðmabeltið með einföldum hætti en það getur verið þægilegt fyrir hluti sem þú vilt geta nálgast á auðveldan hátt án þess að taka bakpokann af þér. Dæmi um Versa Clik-festingar eru vatnsheldur geymslupoki, brúsahaldari, festing fyrir göngustafi, myndavélahulstur og fleira.“
Það er mikilvægt að velja rétta bakpokann miðað við hvern og einn einstakling og eftir því hvað á að nota hann í.
Þið eruð einnig með ferðatöskur frá Thule sem hafa notið mikilla vinsælda? „Já, við erum með frábært úrval af vönduðum ferðatöskum frá Thule. Ferðatöskurnar eru hannaðar með það að leiðarljósi að endast vel og veita þér þægindi á ferðalaginu, sem dæmi má nefna eina af okkar vinsælli handfarangurstöskum sem bæði er hægt að nota sem hefðbundna ferðatösku en einnig sem bakpoka. Töskurnar koma í ýmsum stærðum og gerðum allt frá nettum handfarangurstöskum upp í stórar ferðatöskur sem taka allt að 87 l sem er mikið kostur,“ segir Guðjón.
Guðjón nefnir að jafnframt sé mikið til af bakpokum og hefðbundnum tölvutöskum. „Bakpokar og hefðbundnar tölvutöskur eru til í miklu úrvali svo flestir ættu að finna réttu töskuna fyrir sig. Alltaf er gert ráð fyrir hólfi fyrir bæði fartölvu og spjaldtölvu. Svokallaðar „2in1“-töskur eru alltaf að verða vinsælli en það eru töskur sem bjóða upp á þann möguleika að nota bæði sem bakpoka eða sem hliðartösku.“
Myndir/ Úr myndasafni Margt og mikið
Í samstarfi við Margt og mikið
Margt og mikið
Opnunartími:
Virka daga frá klukkan 11.00 til 18.00.
Laugardaga frá klukkan 11.00 til 16.00.
Holtasmára 1
201 Kópavogi
www.margtogmikid.is