Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Gleðin var við völd í 25 ára afmælishófi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrirtækið Jensen & Bjarnson var stofnað árið 1945 af Svövu Jensen og hefur verið fjölskyldufyrirtæki alla sína tíð. Það byrjaði sem heildverslun en í dag er fyrirtækið rekið sem sérvöruverslun og heitir Innréttingar og tæki. Á dögunum fagnaði sérvöruverslunin tuttugu og fimm ára afmæli með pomp og prakt og ný kynslóð fjölskyldunnar hefur tekið við rekstrinum. Barnabarn Svövu,  Íris Jensen og eiginmaður hennar Grétar Þór, hafa tekið  við rekstrinum og með nýju fólki koma alltaf breytingar. Við hjá Mannlífi kíktum í afmælishófið og spjölluðum við hjónin, Íris og Grétar Þór, um reksturinn, áherslur þeirra og framtíðina.

Mynd/Hallur Karlsson

Fjölmargir lögðu leið sína í afmælishófið þar sem gleðin var við völd og hjónin Íris og Grétar Þór voru alsæl með daginn. „Á þessum tímamótum langaði okkur að bjóða viðskiptavinum að koma og njóta með okkur gestrisni FIMA nýjasta meðlims fjölskyldunnar. FIMA er margt líkt Jensen og Bjarnson þar sem um er að ræða fjölskyldufyrirtæki er stofnað var árið 1960,“ segja hjónin Íris og Grétar Þór. „Við lögðum okkur einnig fram um að sýna allt það nýjasta sem við höfum upp á að bjóða til þess að gera baðherbergið að þeim griðastað sem það á að vera.  Við höfum ávallt verið í góðu samstarfi við okkar birgja og í gegnum árin hefur byggst upp gott samband sem byggist á trausti og samvinnu.“

Mynd/Hallur Karlsson

Segið okkur aðeins frá því helsta sem sérvöruverslunin hefur upp á bjóða? „ Við erum með nýja línu innréttinga frá Elita sem gerir okkur kleift að bjóða upp viðskiptavininum að raða saman tilbúnum einingum þannig að innréttingin henti  rýminu sem allra best. Við erum mjög spennt að sjá móttöku okkar viðskiptavina við þessari skemmtilegu lausn. Eins og ávallt afhendist þessi vara samansett úr verksmiðjum til að tryggja gæði og endingu alla leið til viðskiptavinarins.

„Við höfum einnig leitast við að gera handklæðaofninum ný skil þar sem nú er hægt að fá frá Tubes- og Terma-ofna sem helst er hægt að lýsa sem glæsilegum skúlptúrum sem gæða baðherbergið nýju lífi.“

Mynd/Hallur Karlsson

„Handlaugartækin frá Fima eru ekki bara afar vönduð og framleidd úr besta gæðaefni sem völ er á heldur hefur Fima fengið til liðs við sig glæsilega hönnuði og arkitekta til þess að búa til tæki sem gleðja verulega augað og ekki er síðra að nota þau. Gott dæmi er SO-handlaugartæki frá Davide Vercelli Design.  Við erum með vönduð og falleg vörumerki sem gera okkur kleift að bjóða upp á breiða línu baðherbergisinnréttinga og -tækja. Við leitumst við að geta boðið upp á vandaða vöru frá framleiðendum sem hafa sterk tengsl við evrópska hönnun.“

Mynd/Hallur Karlsson

Hvað er það sem er vinsælast hjá ykkur þessa dagana? „Það sem er vinsælast hjá okkur er sturtugler, horn og klefar og síðan granítsturtubotnanir frá GALA.  Á Spáni hafa þeir gjörsamlega slegið öll met og erum við ánægð að sjá hvað landinn er ánægður með þessa lausn á Walk In-sturtum. Það nýjasta sem við erum að byrja að sýna er granít sem er frá Spáni og það er líka frá fjölskyldufyrirtæki sem er í eigu bræðranna David og Pedro Fernandez og eru synir stofnandans en þeir eiga átján námur á Spáni, í Portúgal, Venesúela og í Kalahari-eyðimörkinni. Fólk getur haft samband við íslenska konu sem pantar beint úr verksmiðjunni hjá þeim.“

- Auglýsing -

Þið leggið mikið upp úr persónulegri og góðri þjónustu og eigið fasta viðskiptavini. Hver er galdurinn?  „Stefna okkar er að vera sérverslun með persónulega og hlýja þjónustu.“

Þið töluðu um að með nýju fólki verði ávallt einhverjar breytingar, hvaða breytingar eru það helst sem eru á döfinni? „Já, með nýju fólki verða breytingar og það er að teygja sig í fleiri áttir en frumkvöðlarnir voru með.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -