Rekstrarvörur hafa hætt sölu á einnota grímum, sem heita KN65, frá framleiðandanum Zhongshan Zhiteng clothing co. þar sem hann gat ekki sýnt fram á að þær uppfylli lágmarkskröfur um öryggi.
Neytendastofa sendi beiðni um gögn sem sýndu fram á að andlitsgríman uppfyllti kröfur og væri þar af leiðandi CE merkt. Til þess þarf að sýna fram á gögn um að hönnun og framleiðsla vörunnar uppfylli allar lágmarkskröfur um öryggi. Í ljós kom að það gat framleiðandinn ekki.
Neytendastofa bendir þeim sem eiga slíkar grímur að skila þeim til Rekstrarvara eða henda þeim.
Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected].