Fimmtudagur 12. desember, 2024
5.8 C
Reykjavik

Vatnsendahvarf klofið með Arnarnesvegi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kolbrún Baldursdóttir er borgarfulltrúi Flokks fólksins

er að leggja Arnarnesveg vestan í Vatnsendahvarfi, sem yrði 1.3 km. langur þjóðvegur í þéttbýli. Hann var samþykktur á samgönguáætlun fyrir 2021 og áætlaður kostnaður skv. samgönguáætlun er 1.500 milljónir. Áætlanir fyrir veginn byggja á umhverfismati frá 2003, en síðan þá hafa forsendur breyst verulega. Meðals annars þá er byggð í kringum veginn mun meiri, umferð hefur aukist og áherslur í umhverfismálum hafa breyst. Þessi hluti Arnarnesvegar, sem upphaflega var hugsaður sem Ofanbyggðarvegur þegar hann var settur á skipulag fyrir 40 árum, mun koma til með að skera í tvennt náttúrulegt útivistar- og útsýnissvæði, sem mikið er nýtt af íbúum borgar og nágrennis. Allt fyrirhugað vegarstæði er þakið fjölbreyttum gróðri og er árlegt varplendi fuglategunda eins og lóu, hrossagauka og spóa. Vegurinn mun koma til með að breyta ásýnd og notagildi þessa dýrmæta græna svæðis til frambúðar.

Nýjustu áætlanir af veginum sýna að kostnaður við veginn hefur þegar nær tvöfaldast, þ.e. í tæpa 3 milljarða og mun hann skerða fyrirhugaðan Vetrargarð sem er á nýju hverfisskipulagi fyrir Breiðholt. Ekki er komin endanleg sátt um legu vegarins og gatnamót. Það er þó ljóst að forsendur fyrir upprunalegu umhverfismati eru brostnar og nauðsynlegt, og lögum samkvæmt, að fram fari nýtt umhverfismat þar sem fyrra mat er nær 18 ára gamalt.

Áætluð umferð um Arnarnesveg var endurmetin allt að 20.000 bifreiðar á dag árið 2013, sem er langt umfram upphaflega áætlun frá umhverfismati 2003 sem var 9.000 -15.000 bifreiðar. Rútur og þungabifreiðar munu stytta sér leið í gegnum Arnarnesveginn til og frá Reykjanesi sem þýðir stóraukna umferð í mikilli nálægð við einn fjölmennasta skóla höfuðborgarsvæðisins. Þó svo að mótmæli gegn veginum hafi einna helst komið frá íbúum Breiðholts síðustu áratugi, þá eru án efa fjölmargir foreldrar barna í Salaskóla sem eru á móti þessari stórauknu umferð í gegnum hverfið.

Talað hefur verið um mikilvægi vegarins til að bæta viðbragðstíma lögreglu og slökkviliðs í efri byggðum Kópavogs. Í nýju hverfisskipulagi Breiðholts koma fram áætlanir um að opna umferð inn í Kópavog úr Jaðarseli fyrir strætisvagna. Er þá ekki sá möguleiki fyrir hendi að leyfa umferð slökkvi-, sjúkraflutninga- og lögreglubifreiða þar í gegn? Sem myndi þá leysa þetta vandamál án þessa gríðarlega kostnaðar fyrir skattgreiðendur og náttúru.

Það sem einnig þarf að hafa í huga er að Breiðholtsbrautin er þegar sprungin umferðaræð. Nú á að bæta við, eða færa til, umferð allt að 20.000 bifreiða inn á Breiðholtsbrautina í gegnum þennan nýja kafla af Arnarnesvegi. Er hér ekki bara verið að reyna að leysa vandamál með því að færa þau annað? Formaður skipulagsráðs sagði nýlega “að það sé löngu kominn tími á það að meta kolefnislosun af öllum framkvæmdum á samgönguáætlun og forgangsraða þeim sem draga mest úr losun fyrst.” Arnarnesvegur er umferðaraukandi stofnbraut sem mun koma til með að útrýma stórum hluta af náttúrulegu grænu svæði, auka hávaða, umferðarhættu og mengun. Það er mjög ólíklegt að vegurinn verði til þess að draga úr kolefnislosun og erfitt að sjá ástæður þess að forgangsraða honum á undan öðrum samgönguverkefnum.

- Auglýsing -

Það þarf algjöra endurskoðun á lagningu Arnarnesvegar og skoða af alvöru aðrar lausnir til að leysa umferðarvanda Kópavogs. Lausnir sem eru í samræmi við núverandi stefnu borgar og ríkis í umhverfismálum. Vatnsendahvarfið er dýrmætt útivistarsvæði á við Elliðaárdalinn og Öskjuhlíðina og þarf að vera metið sem slíkt.

Greinin er unnin í samráði við Vini Vatnsendahvarfs

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -