Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Virðing fyrir hinum látna er alltaf í forgrunni hjá fjölskyldufyrirtækinu Útfararþjónustu Rúnars Geirmundssonar enda er leiðarljós þess hlýja, auðmýkt og virðing.

 

Gott orðspor skiptir mjög miklu máli í útfararþjónustu og það veit Rúnar Geirmundsson mætavel enda starfað í greininni í nær fjóra áratugi. Hann hóf störf hjá Kirkjugörðunum árið 1983 en stofnaði Útfararþjónustu Rúnars Geirmundssonar árið 1990.

Rúnar Geirmundsson.

„Virðing fyrir hinum látna er alltaf í forgrunni hjá okkur. Þannig skiptir í raun ekki máli hvaða trú viðkomandi aðhylltist eða hvort viðkomandi hafi verið trúlaus. Leiðarljós okkar er hlýja, auðmýkt og virðing, algjörlega óháð því hvaða einstaklingur á hlut að máli,“ segir hann.

Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar er elsta starfandi útfararþjónustan á höfuðborgarsvæðinu og hefur hann veitt fyrirtækinu forstöðu alla tíð. Fyrirtækið er sannkallað fjölskyldufyrirtæki en hann og eiginkona hans, Kristín Sigurðardóttir, eiga það saman. Hjá þeim starfa svo synir þeirra tveir, Elís og Sigurður.

Gott orðspor spyrst út

Þegar andlát ber að garði er mikilvægt að hafa samband við útfararþjónustu sem fyrst að sögn Rúnars. „Fyrsta skrefið er að flytja hinn látna af dánarstað í líkhús og næst hefst undirbúningur kistulagningarinnar. Daginn eftir heimsækir útfararstjórinn oftast aðstandendur sem leggja yfirleitt fram óskir sínar varðandi framkvæmd kistulagningar og síðan jarðarfarar. Um leið er yfirleitt valinn prestur eða athafnarstjóri og allar helstu athafnir eru tímasettar auk þess sem grafartaka eða bálför er bókuð.“

- Auglýsing -

Að því loknu þarf að taka ákvarðanir um hvaða verkefni falla í hlut starfsmanna. „Við sjáum um allt er lýtur að undirbúningi og framkvæmd útfara, t.d. höldum við utan um öll samskipti við aðstandendur, tónlistarfólk, kirkjur, blómabúðir, kirkjugarða og í raun alla þá sem koma að útförinni.“

„Við leggjum mesta áherslu á að taka tillit til þess að fólk er í sárum eftir ástvinarmissi.“

Eftir allan þennan tíma í greininni og þá reynslu sem hann og aðrir starfsmenn hafa öðlast gegnum árin, er ekki við öðru að búast en vönduðum vinnubrögðum og fagmannlegri þjónustu. „Ef maður sinnir sínu starfi vel er það fljótt að spyrjast út,“ segir Rúnar. „Við leggjum mesta áherslu á að taka tillit til þess að fólk er í sárum eftir ástvinarmissi. Því þurfum við að gæta að því sem við gerum og segjum og eins að nálgast fólk með hlýju og auðmýkt. Það getur t.d. verið mjög erfitt að bjóða fólki þjónustu gegn greiðslu við þessar aðstæður en þetta hefur lærst í gegnum árin og við tökum mikið tillit til þess hvernig aðstæður eru hverju sinni,“ bætir hann við.

Fallegar kistur á góðu verði

- Auglýsing -

Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar leggur ekki bara áherslu á vandaða þjónustu heldur líka á fallegar kistur á sanngjörnu verði sem standast ströngustu kröfur um umhverfisvernd að sögn Rúnars. „Hefðbundnu hvítu og umhverfisvænu kisturnar eru algengastar en það er alltaf spurt um harðviðar kistur, t.d. eik eða mahóní.“

Fyrir stuttu síðan létu þau, fyrst íslenskra útfararstofa, hanna og smíða íslenskar kistur úr íslenskum viði í samstarfi við Þorstein B. Jónmundsson trésmið. „Um er að ræða sérstaka kistu og duftker sem er hannað út frá hugmyndinni um íslenska kistu úr alíslenskum við til brennslu og jarðsetningar,“ útskýrir Rúnar. „Kisturnar eru úr viði sem er unninn og þurrkaður í Hallormsstaðaskógi. Kistan er mjög falleg, úr grófum viði, ólökkuð og náttúrleg.“

Þekkir ekkert annað

Annar sonar þeirra hjóna er Elís Rúnarsson sem hefur þrátt fyrir ungan aldur starfað hjá fyrirtækinu í rúma tvo áratugi.

Elís Rúnarsson.

„Ég man ekki eftir öðru en að sjá föður minn starfa í þessu fagi enda var fyrirtækið stofnað þegar ég var níu ára gamall. Fyrir mér var þetta því alltaf hefðbundið starf þótt ég hafi vissulega gert mér snemma grein fyrir því að þetta starf væri mjög krefjandi og krefðist vandvirkni.“

Fyrstu verkefni Elísar hjá fjölskyldufyrirtækinu voru að þrífa bíla og annast einföld viðvik. Síðar tók hann þátt í daglegum störfum með föður sínum og Sigurði eldri bróður sínum. Undanfarinn áratug hefur Elís svo starfað daglega við hlið föður síns við útfaraþjónustu og allan almennan rekstur. „Það eru forréttindi að fá að leggja sitt af mörkum við að aðstoða fólk í krefjandi aðstæðum og að geta boðið fram reynslu okkar og persónulegu þjónustu fjölskyldufyrirtækis á erfiðustu stundum í lífi fólks,“ bætir Elís Rúnarsson við.

Siðareglur mikilvægar

Utan rekstur útfararþjónustunnar er Rúnar Geirmundsson einnig formaður Félags íslenskra útfararstjóra. Félagið hefur verið starfrækt í yfir áratug og hefur Rúnar verið formaður þess allt frá upphafi. Hann segir aðaltilgang félagsins vera að skapa vettvang til að halda utan um siðreglur útfararstjóra. „Starf mitt felst aðallega í því að halda utan um fundastarf og framfylgja reglum og samþykktum aðalfunda. Ég sæki einnig fundi erlendis enda á félagið í talsverðum erlendum samskiptum. Siðareglur evrópskra útfarastjóra eru til að mynda grunnur íslensku siðareglnanna,“ segir Rúnar. Ekki er lagaskylda fyrir útfararstjóra að vera í félaginu að hans sögn en nánast allir starfandi útfarstjórar eru þó félagsmenn og hafa undirritað siðareglur félagsins.

Nánari upplýsingar má finna á utfarir.is eða í síma 567 9110 allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Útfararþjónustu Rúnars Geirmundssonar
í samstarfi við Stúdíó Birtíng

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -