Mánudagur 25. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Örn Ingólfsson er maðurinn sem fannst látinn og enginn þekkti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að nafni mannsins sem fannst látinn í Breiðholti, neðan Erluhóla, á dögunum. Hann hét Örn Ingólfsson og var 83 ára.

Enginn hafði tilkynnt hvarf hans og virtist enginn sakna hans. Ekkert sak­næmt er talið hafa átt sér stað. Málið hefur vakið talsverða athygli því sjaldgæft er að enginn veiti því eftirtekt ef Íslendingur hverfur skyndilega.

Lík Arnar heitins fannst í rjóðri fyrir neðan Erluhóla og var talið hafa verið þar í nokkurn tíma. Ekki er fyllilega ljóst hvenær hann lést en ljóst er að það eru nokkrir mánuðir síðan.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þakkar kennslanefnd ríkislögreglustjóra fyrir veitta aðstoð við rannsókn málsins í tilkynningu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -