Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Karl Ágúst sýnir því skilning að rúða hans var brotin: „Vona að þú leitir þér hjálpar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambandsins sem flestir muna eftir úr Spaugstofunni, skrifar opið bréf til mannsins sem braut rúðu í bíl hans. Á Facebook segist hann vona að viðkomandi leiti sér hjálpar en Karl Ágúst telur líklegt að viðkomandi hafi verið að fá útrás fyrir tilfinningar. Og hver kannast ekki við það.

„Ágæti skemmdarverkamaður. (Ég ætlaði upphaflega að kalla þig skemmdarvarg, en hætti við vegna þess að ég vildi ekki særa þig.) Ég veit ekki alveg hvers vegna þú ákvaðst að brjóta rúðuna í bílnum mínum, svo ég get einungis reynt að gera mér það í hugarlund. Það veit heilög hamingjan að ekkert í honum innanborðs var þess virði að stela því, enda sé ég ekki að neitt hafi horfið úr honum,“ skrifar Karl Ágúst og heldur áfram:

„Svo líklega þurftirðu einfaldlega að fá útrás fyrir tilfinningar, sem þú einn ert til frásagnar um. Ég vona að þar með sértu laus við þær og getir snúið þér að uppbyggilegri athöfnum. Mér þykir í öllu falli mun betra að þú brjótir hjá mér rúðu en að þú skaðir sjálfan þig, sem hefði hæglega getað orðið niðurstaðan. Það hefði ég ekki viljað hafa á samviskunni. Svo vona ég að þú leitir þér hjálpar, en í öllu falli að þú hafir það sem allra best.“

Ágæti skemmdarverkamaður. (Ég ætlaði upphaflega að kalla þig skemmdarvarg, en hætti við vegna þess að ég vildi ekki særa…

Posted by Karl Ágúst Úlfsson on Fimmtudagur, 24. september 2020

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -