Hárland.is er netverslun sem býður upp á framúrskarandi úrval af fagvörum tengdum hári og útliti. Hárvörur, húðvörur, ilmvötn ásamt raftækjum á borð við sléttujárn, krullujárn og hárblásara eru dæmi um þær frábæru vörur sem má finna á síðunni.
Hárland.is fór í loftið í apríl 2015. „Þá fannst okkur vera vöntun á faglegri netverslun með allar þær frábæru hárvörur sem viðskiptavinurinn er vanur að nálgast á hárgreiðslustofum. Hugmyndin var að auðvelda aðgengi fólks að sínum uppáhaldshárvörum með heimsendingu, sama hvar á landinu það er búsett,“ segir Kristján Aage, hárgreiðslumaður og einn eigandi Hárlands.is.
Hann segir hugmyndina hafa fallið vel í kramið. „Það er óhætt að segja að vinsældir netverslana séu alltaf að aukast og sérstaklega núna á tímum COVID-19. Þá er fullkomið að minnka óþarfa flakk um bæinn og dunda sér bara heima við að velja sér lúxusvörur fyrir hárið og fá þær sendar heim að dyrum.“
„Þá er fullkomið að minnka óþarfa flakk um bæinn…“
Hárland.is er rekið í samstarfi við Sjoppuna Hársnyrtistofu og er vöruúrval síðunnar valið af hárfagmönnum stofunnar. „Það er okkar metnaður að bjóða alltaf upp á það besta sem hárbransinn hefur hverju sinni og erum við sífellt að stækka og bæta vöruúrval okkar,“ útskýrir Kristján.
Lúxusmerkið Kérastase er frábær viðbót
Nýlega bættist hármerkið Kérastase Paris við vöruvalið á Hárland.is.
„Við erum einstaklega stolt af nýjustu viðbótinni í Hárlandsfjölskylduna, heimsfræga lúxusmerkinu Kérastase Paris. Frá árinu 1964 hefur Kérastase sameinað hágæðvörur og nýjustu vísindi og lyft hárumhirðu á pall samhliða hágæða húðumhirðu. Kérastase býður upp á gríðarlegt magn af lausnum fyrir bæði hársvarðar- og hárvandamál. Hver lína hefur sína virkni, sinn lit og sinn ilm,“ segir Kristján.
Hann segir vörurnar frá Kérastase vera frábæra viðbót við þær sem hafa fengist á Hárland.is hingað til. „Þar má til dæmis nefna vörur frá merkjum á borð við Maria Nila, Moroccanoil, Sebastian, Kevin.Murphy, davines og label.m.“
Kristján hvetur áhugasama til að kíkja á vefinn og skoða úrvalið.