Föstudagur 22. nóvember, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Útfararstjóri kærir einelti og andlegt ofbeldi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hveggviður Hreggviðsson, fyrrverandi kirkjuvörður, meðhjálpari og útfararstjóri Borgarneskirkju, neyðist til að leita til úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar vegna þess sem hann kallar enn eitt eineltismálið sem ekki er tekið á innan kirkjunnar. Lögmaður hans er með kæruna klára þar sem fjallað er meðal annars um aðkomu biskups að málinu.

Kirkjan í Borgarnesi

Kæran er í mörgum liðum og snýr að valdníðslu innan kirkjunnar þar sem Hreggviður hefur helgað líf sitt kirkjunni í Borgarnesi. Málið hefur þæfst á borði biskups um nokkurt skeið án þess að lausn hafi fundist. „Mál mitt snýr að alvarlegum umkvörtunum. Sóknarpresti og sóknarnefnd hefur ekki tekist að bera klæði á vopnin. Biskup hlustaði á umkvörtun okkar hjóna og útvegaði sáttasemjara í málið. En mér skilst að aðstöðu sinnar vegna geti biskup ekki tekið öðruvísi á málinu og þess vegna er málið í þessum farvegi,“ segir Hreggviður.

„Framkoman í okkar garð hefur ítrekað verið svo vond.“

Á endanum leitaði Hreggviður ásamt konu sinni til lögmanns til að kæra málið til úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar. Deiluefnið virðist vera langvinnar deilur hjónanna við organista. „Hvorki sóknarnefndin né biskup hafa viljað hlusta á okkur eða aðhafast nokkuð. Úrskurðarnefndin er því síðasta úrræðið og við þurftum á endanum að fá lögfræðing í málið. Það var ekkert annað að gera í stöðunni, það er sárt fyrir mig að stjórn kirkjunnar taki ekki á þessu,“ segir Hreggviður sem segir málið hafa farið með heilsu sína.

„Við hjónin höfum gefið allt okkar til kirkjunnar síðustu 20 ár. Framkoman í okkar garð, andlegt ofbeldi og einelti, hefur ítrekað verið svo vond að við gátum ekki lengur sætt okkur við það lengur. Það eru vissulega vonbrigði að biskup hafi ekki sinnt þessu betur og um það ríkir mikil óánægja vegna sífelldra eineltismála innan kirkjunnar sem ekki er unnið úr. Það kannast margir við getuleysi kirkjunnar til að taka á málum. Þetta er vandamál. Við höfum átt langt og farsælt starf innan kirkjunna og mér þykir mjög sárt að fá svona kaldar kveðjur í lokin frá hendi kirkjunnar. Þetta er mjög dapurlegt og verður seint, eða aldrei, fyrirgefið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -