Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Jóhannes óttast að næsta ferðasumar sé á leið til glötunar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, óttast að næsta ferðasumar sé á góðri leið til glötunnar aukist fyrirsjáanleiki sóttvarnaraðgerða ekki fljótlega. Nú sé gengið í garð mjög mikilvægt sölutímabil stærstu kúnnanna sem haldi að sér höndum vegna ófyrirsjáanleikans. Formaðurinn ber von í brjósti að skimunarskyndipróf bjargi málunum.

Kór­ónu­veiru­prófið sem um ræðir gefur niður­stöður á 15 til 30 mín­út­um og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gefið samþykki fyrir notkun einnar slíkrar tegundar og von er á annarri tegund á næstu dögum. Samþykkta prófið kemur frá Suður-Kóreu og minn­ir á óléttu­próf í út­liti. Niðurstaða sýnisins er sýnd með blá­um strik­um, tvö blá strik tákna já­kvætt sýni. Hin teg­und­in sem væntanleg er kemur frá Bandaríkjunum.

Aðspurður segir Jóhannes Þór það veita sér frekari von reynist prófið vel svo hægt verði að opna landið almennilega. Hann segist lengi hafa talað fyrir því að ferðafólk geti framvísað á landamærunum vottorði fyrir skimun og skyndiprófið sé í raun útfærsla á því. „Það er auðvitað mjög jákvætt ef það er slíkt próf á leiðinni því þá kemur upp möguleikinn á að tengja þau við flugin milli landa. Þannig væri hægt að taka prófið og fá niðurstöðuna áður en lagt er af stað í flug. Ef þetta er eitthvað sem virkar og uppfyllir allar kröfur þá gæti ríkið aðlagað sínar landamærasóttvarnir að slíkri lausn og hún myndi ýta betur undir ferðalög hingað,“ segir Jóhannes Þór sem ítrekar mikilvægi þess að sanna þurfi hversu áreiðanleg prófin eru og að sóttvarnaryfirvöld hérlendis gefi þeim grænt ljós.

Jóhannes Þór telur óljóst hversu langan tíma það tekur að fá slík skyndipróf í almenna notkun, það gæti alveg eins verið langur vegur að mati formannsins. „Við höfum lengi hvatt stjórnvöld til að skoða ýmsa raunhæfa möguleika til þess að geta slakað á kröfunum við landamærin og hægt verði að selja ferðir til Íslands. Svona próf gæti reynst leið til þess en við höfum lengi talað um þann möguleika að ferðamenn geti framvísað vottorði fyrir skimun á landamærunum.“

Aðspurður segir Jóhannes Þór stöðuna vera einfaldlega þá að eins og staðan er núna er ekki hægt að selja Ísland sem áfangastað. Hann óttast að næsta sumar sé á góðri leið til glötunar. „Við erum núna stödd á mjög mikilvægu sölutímabili stóru ferðaskrifstofanna sem eru gríðarlega mikilvægur kúnni. Þessir aðilar vita ekkert um það hvernig sóttvarnir á landamærum Íslands verða, hvorki eftir mánuð né í vor. Fyrirsjáanleikinn er enginn og það kaupir enginn nema með einhverri vissu um hvað er framundan. Ef við seljum ekkert núna á þessu tímabili þá erum við strax að skaða verulega verðmætasköpunina næsta sumars. Það væri gríðarlegt högg fyrir samfélagið allt. Þetta virkar ekki þannig að við getum bara skrúfað frá krana í maí og þá bara komi fólk,“ segir Jóhannes Þór.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -