- Auglýsing -
Mynd dagsins birti Sigurður Eggertsson, íbúi í hverfi 108 í Reykjavík, inni í hverfishópi sínum á Facebook. Myndin er af gömlum ljótum skápi sem hann vill gefa og á myndinni við hlið skápsins má sjá föður Sigurðar, Eggert Þorleifsson leikara.
„Hér er ófríður en notadrjúgur skápur. Hann stendur fyrir utan Hlíðargerði 2 og er gefins.
Tilvalinn í geymsluna enda með mikið pláss. Á myndinni má einnig sjá föður minn. Hann er einnig bæði ófríður en notadrjúgur en er ekki gefins að þessu sinni,“ segir Sigurður við færslu sína.