Orðrómur
Baráttujaxlinn Sóley Tómasdóttir, fyrrum leiðtogi Vinstri-grænna í Reykjavík, hefur gengið til liðs við Samfylkinguna. Hún hefur jafnframt lagt sitt að mörkum til að draga aðra með sér í flokkinn með því að skora á fleliri að koma. Sóley lýsti því að hvatinn að breytingunni sé sá að hún vilji tryggja að Heiða Björg Hilmisdóttir verði endurkjörinn sem varaformaður Samfylkingar og þannig fyrirbyggja að Helga Vala Helgadóttir alþingismaður sigri í áskorandaeinvíginu. Sóley nefnir sérstaklega að Heiða Björg sé feministi og hafi náð miklum árangri í baráttunni fyrir þann þjóðfélagshóp. Öldungis er óvíst að stuðningsmönnum Heiðu takist að verjast áhlaupi Helgu Völu en viðbúið er þó að fleiri úr VG fylgi í fótspor síns gamla leiðtoga og skríði í faðm Samfylkingarinnar undan þeim nöpru vindum sem nú næða um Vinstri græna í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Nærtækt er að ætla að Rósa Brynjólfsdóttir gangi til liðs við Samfylkinguna og hugsanlega baráttufélagi hennar, Andrés Ingi Jónsson sem hrökklaðist úr VG ásamt Rósu síðar: Þessi þróun kann að verða VG stórhættuleg í komandi kosningum …