Orðrómur
Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingar, á erfitt uppdráttar þessa dagana. Þingmaðurinn er enn sakaður um kvenfyrirlitningu en hann áreitti blaðakonu á Kjarnanum á sínum tíma og baðst þá afsökunar og vék af þingi um hríð og vann í áfengisvanda sínum. Að þessu sinni niðurlægði hann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra með því að kenna ríkisstjórn hennar við Bjarna Benediktsson í útvarpsþættinum Sprengisandi. Fyrir það uppskar hann fordæmingu, innan flokks sem utan. „Svona eiga þingmenn ekki að tala. Gott og gilt að biðjast afsökunar en ummælin minna óneitanlega á þá kynferðislegu áreitni sem þingmaðurinn sýndi af sér og léleg viðbrögð hans í kjölfar opinberunar hennar,“ skrifaði Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, um flokksbróður sinn og dólgshátt hans. Þingmaðurinn hefur enn beðist afsökunar. Búist er við að það verði þungur róður hjá honum að sækja nýtt umboð til þingsetu fyrir flokk sem kennir sig við feminisma …