Fimmtudagur 12. desember, 2024
5 C
Reykjavik

Kepptust um hver gæti sofið hjá þyngstu konunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bræðralag við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum hefur verið sett á tveggja ára skilorð eftir að skólayfirvöld komust að því að bræðralagið hélt sérstaka keppni þar sem nýir meðlimir kepptust um að sofa hjá þyngstu konunni. Var keppnin kölluð “pig roast”, sem væri hægt að þýða sem svínaveisla.

Bræðralagið Zeta Beta Tau ku hafa haldið keppnina á síðasta ári. Meðlimir fengu stig fyrir að sofa hjá konum. Ef jafntefli kom upp, fékk sá meðlimur verðlaun sem hafði sofið hjá þyngstu konunni. Meðlimunum var sagt af sér eldri meðlimum að segja konunum ekki frá keppninni.

Rannsókn á málinu lauk í janúar, en meðlimir bræðralagsins munu þurfa að sækja námskeið um kynferðislegt ofbeldi og áreiti.

Í tilkynningu á Facebook-síðu bræðralagsins kemur fram að keppnin hafi ekki verið samþykkt af yfirstjórn bræðralagsins og að forsvarsmenn bræðralagsins væru gjörsamlega miður sín yfir þessu athæfi.

„Við trúum því varla að þetta hafi verið gert af þeim sem við köllum bræður. Í kjölfarið höfum við hafið sjálfsskoðun til að tryggja að svona gerist ekki aftur hjá neinum sem tengist ZBT eða háskólasamfélaginu,“ segir í tilkynningunni. Þá er því einnig haldið fram að þeir bræður sem fari ekki eftir gildum og hugsjónum bræðralagsins verði reknir úr reglunni.

„Við erum staðráðin í að sýna með aðgerðum okkar að þessi óafsakanlega hegðun verður ekki liðin.“

- Auglýsing -

Ráð við Cornell-háskóla, sem hefur með bræðralög að gera, vinnur nú að því að finna nýjar leiðir til að fræða meðlimi bræðralaga um hvernig þeir styðji við kynjamisrétti í skólasamfélaginu og hvernig hægt sé að breyta hugarfari þeirra í rétta átt.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -