Laugardagur 23. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Kristín varar við þjófum: „Konan labbaði bara inn á heimilið okkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristín Hermundsdóttir, íbúi í Norðumýri, varar borgarbúa við innbrotsþjófum í Reykjavík. Í gær upplifði hún að óþekkt kona gekk inn á heimilið hennar sem var ólæst. Hún ætlar framvegis að læsa ávallt hurðinni og hvetur alla aðra til að passa það líka.

„Það labbaði kona inn á heimilið okkar. Ég hefði ekki viljað að börnin mín myndu lenda í svona aðstæðum ein heima,“ segir Kristín sem lýsir hinum óboðna gesti sem konu með stutt ljóst hár, íturvaxinni í íþróttagalla. Þjófurinn stal greiðslukortum úr yfirhöfnum í andýrrinu og Kristín hefur tilkynnti málið til lögreglu.

Kristín ritaði þessar færslu inn á hverfigrúbbu á Facebook og þar taka aðrir íbúar undir umræðuna. Fleiri virðast kannast við ferðir umræddrar konu í Norðurmýri og benda á samstarfsmann í Breiðholtinu. „Löggan er komin í málið. Það var samt maður með kortið mitt sem fannst í Breiðholti. Þetta er allt mjög skrítið,“ segir Kristín sem segir parið hafa verið handtekið af lögreglu. „Hún sagði ekki neitt, lét bara eins og hún vissi ekkert. Kallaði eitthvað nafn inn og sagði svo bara „sorry, sorry“ þegar hún sá manninn minn. En 30 mínútum seinna var búið að nota debetkortið mitt.“

Ragnhildur nokkur tekur undir og varar alla við að hafa ávallt læstar útidyrnar að heimilum sínum. „Ég hef séð til misjafnra einstaklinga labba á milli húsa og taka í hurðarhúna nærri Snorrabraut og miðborg svo endilega alltaf passa að hafa læst,“ segir Ragnhildur.

Ásdís Bjarnadóttir segist hafa orðið þessar sömu konu vör snemma í gærmorgun. Hún var að skoða sig í kringum sig hér í morgun. „Ég fylgdist með henni en svo fór hún. Þetta var um kl. 8 í morgun. Kannski hafa þau verið að finna út hverjir fara að heiman á morgnanna,“ segir Ásdís.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -