- Auglýsing -
Það getur oft verið frekar skemmtilegt að velta sér upp úr öllu því sem til er á internetinu.
Vefsíðan Bored Panda tók saman fullt af auglýsingum og myndum þar sem einhver hafði notað forritið Photoshop aðeins of mikið, með hræðilegum árangri.
Við ákváðum að deila með ykkur okkar uppáhalds myndum og vonum að þær geti framkallað eins og eitt lítið bros á þessum myrka mánudegi.
Auðvitað þarf einhver að passa barnið!
Sæt hjón en hvar eru fæturnir þeirra?!
Af hverju var búkur hestsins Photoshop-aður út?
- Auglýsing -
Michelle Obama með aðeins of mikið af höndum.
Okkur líður illa í lærunum!
Þessir fótleggir eru eitthvað einkennilegir.
- Auglýsing -
Sum kvöld er aðeins of mikið fjör, eiginlega lífshættulegt fjör.
Ég man þegar ég stillti mér upp í sundbol og var með tvo hægri fætur.
Við erum nokkuð viss um að maður tekur ekki sjálfu svona.
Uppáhalds! Einhvers konar töfra augabrúnir.
Texti / Lilja Katrín
[email protected]