Föstudagur 27. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Neytandi vikunnar: Vinkonurnar með fatahringrás fyrir börnin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðný Harðardóttir, sauðfjárbóndi og matvælaframleiðandi á Gilsárstekk í Breiðdal er neytandi vikunnar. Guðný stundar búskap og rekur fyrirtækið Breiðdalsbita sem fullvinnur afurðir lambakjöts.

Sauðfjárbændur og staða þeirra hafa verið í umræðunni vegna ummæla sem Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra lét falla á Alþingi í gær:

„Maður heyr­ir viðtöl við sauðfjár­bænd­ur og á sam­tal við þá þar sem þeir segja að þetta sé meiri lífs­stíll en spurn­ing um af­komu,“ sagði Kristján Þór.

Að halda sauðfé er meira en bara lífstíll að sögn Guðnýjar

Guðný segist ekki taka undir þetta.

,,Nei ég þarf að lifa á þessu, þetta er það umfangsmikill lífstíll að ég verð að lifa á honum,“ segir Guðný og er augljóslega mikið niðri fyrir.

,,Okkur er sýnd þvílík óvirðing með þessum orðum og það er gert svo lítið úr okkur að svo mörgu leyti. Við erum frumframleiðendur og ef við veslumst upp, hvað ætlar ,,landbúnaðar“ráðherrann okkar þá að gera?“ Spyr hún ákveðin og leggur mikla áherslu á gæsalappirnar.

- Auglýsing -

Guðný var í göngum í gær í mikilli rigningu og í kappi við tímann því von var á sláturbílnum. Heimturnar voru lélegar og þegar hún kom heim var hvergi þurr þráður. Þegar hún hlammaði sér svo loks á sófann las hún ummæli ráðherrans á samfélagsmiðlum.

,,Þessi dagur verður lengi í minnum hafður.“

Já kjör bænda mættu svo sannarlega vera betri og í ljósi þess má vera nokkuð víst að Guðný lumi á nokkrum góðum ráðum fyrir neytendur.

- Auglýsing -

Nýtir frystinn mikið

,,Ég er umhverfismiðaður neytandi. Ég reyni að fara hálfsmánaðarlega og geri stór innkaup. Ég reyni að versla eins mikið og ég get í miklu magni, tek stærstu pakkningar í lágvöruverslunum og frysti.“

Guðný Harðardóttir, bóndi og matvælaframleiðandi í Breiðdal.

Guðný býr innarlega í Breiðdal svo það er auðvitað ekki stokkið út í búð eftir öllu.

,,Ef það vantar eitthvað, þá bara vantar það. Ég ólst líka upp við árstíðarbundna neyslu og hef haldið í það. Það væri gaman að sjá fleiri tileinka sér það.“

Varðandi önnur innkaup segist Guðný alltaf eiga nokkrar gjafir á lager. ,,Mér finnst skemmtilegra að gefa afþreyingu eins og spil og föndur, frekar en plast leikföng. Fullorðnum gef ég eitthvað sem nýtist og þá koma matarkörfur sterkt inn.“ Guðný býr svo vel að geta gefið eigin framleiðslu. ,,Það hafa ófá hangikjötslærin laumast í pakkana,“ segir Guðný.

Guðný gefur gjafir sem nýtast, t.d. matarkörfur þar sem eigin framleiðsla er áberandi.

Guðný er líka hagsýn er kemur að fatakaupum. ,,Við vinkonurnar höfum myndað svona fatahringrás fyrir börnin, fyllum poka af of litlum fötum og látum ganga niður. Engu skiptir hvort göt séu á fötunum eða ekki, þá er bara stoppað í. Allt er nýtt í sveitinni.“

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -