Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Jónas lögmaður vill fara í mál við Kína út af COVID

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jónas Haraldsson lögmaður segir engum blöðum um það að fletta að Kína er tjónvaldurinn að Covid-19 og fyrir það eigi stórveldið að borga. Hann segir engan eiga að komast skaðlaus frá því að rústa heillri heimsbyggð sem aldrei verði söm og áður.

Þetta segir Jónas í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hann telur kórónuveirufaraldurinn stafa af yfirþyrmandi sóðaskap í Kína og síðbúnum viðbrögðum þarlendra stjórnvalda. Þjóðir heims hafi orðið fyrir gífurlegu mannfalli og fjártjóni í kjölfarið sem Kína ber fulla bótaábyrgð á að mati lögmannsins. „Leiddi það síðan eins og alkunna er til útbreiðslu veirunnar um allan heim með hörmulegum afleiðingum, sem engan veginn er séð fyrir endann á í dag, bæði hvað snertir tölu látinna og umfang fjártjónsins. Hefur að auki eitrað daglegt líf allra íbúa landanna með einum eða öðum hætti. Að geta rústað umheiminum eingöngu með eigin sóðaskap er athyglivert, en skelfilegt tilhugsunar. Má færa rök fyrir því, að fjártjónið muni alla vega skipta þúsundum milljarða, sem tjónvaldurinn Kína ber fulla bótaábyrgð á,“ segir Jónas og bætir við:

„Það rústar enginn heimsbyggðinni og kemst skaðlaus frá því. Ættu allar þjóðir heims að sameinast varðandi kröfugerð á hendur Kína og fylgja því fast eftir. Mannfallið verður þó aldrei bætt eða eyðileggingin á daglegu lífi fólks og á mannlegum samskiptum, sem þessi veira hefur leitt af sér um allan heim.“

„Allir verða að bera ábyrgð á gerðum sínum og öllu því tjóni, sem þeir kunna að valda öðrum.“

Jónas kemur líka inn á þá hjálp sem Kínverjar hafi veitt ýmsum þjóðum heims í faraldrinum, meðal annars hér á landi. Hann segir það samt ekki koma í veg fyrir að Kína eigi að borga. „Varðandi skaðabótaskyldu Kínverja þá gæti maður til samanburðar í dæmaskyni spurt sig, hvort það væri nóg, að sá sem t.d. veldur gríðarlegum eldsvoða, sem leiðir til fjöldadauða og gífurlegs fjártjóns og á sjálfur alla sökina á upptökum eldsins, sé þá þar með laus allra mála, ef hann hefur sjálfur náð að slökkva eldinn í eigin húsi, þar sem upptök eldsins voru. Hafi jafnframt að einhverju leyti tekið þátt í að slökkva eldinn í húsum annarra, sem standa öll í ljósum logum um alla borgina. Gefið eigendum þeirra góð ráð um hvernig standa eigi að slökkvistarfinu og til viðbótar slakað út einhverju fé hinum til handa til kaupa á hlífðarbúnaði og skaðabótaskildan hverfur að sjálfsögðu ekki við þetta,“ segir Jónas.

Þá er Jónas þeirrar skoðunar að Kínverjar geti ekki notast sér það sem vörn að hafa sjálfir orðið fyrir efnahagslegu tjóni vegna veirunnar. Hann segir eyðileggingu vegna Covid-19 vera hvílíka að hún hafi haft neikvæð áhrif á hvert einasta mannsbarn jarðarinnar. „Allir verða að bera ábyrgð á gerðum sínum og öllu því tjóni, sem þeir kunna að valda öðrum, hvort heldur tjónið stafar af stórfelldu eða vítaverðu gáleysi og hvort heldur það er einstaklingur eða þjóðríki, sem í hlut á. Mesta stórveldi heimsins, Kína, tjónvaldurinn sjálfur í þessu tilviki, er þar að sjálfsögðu ekki undanþegið,“ segir Jónas.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -