Svava, tveggja barna móðir, hefur sent út hjálparkall því hún á ekki fyrir mat fyrir sig og tvo unga drengi sína. Hún á sjö þúsund krónur til að lifa af og hefur áhyggjur af hungri sona sinna. Svövu finnst afar erfitt að stíga fram en segist neyðast til þess.
„Mér líður bara eins og ég sé algjör aumingi,“ segir Svava í samtali við Mannlíf. Aðspurð segir hún það vera hrikalega erfitt að vera í þeirri stöðu að eiga ekki fyrir mat á heimilið. Hún hefur áhyggjur af sonum sínum tveimur. „Þetta er rosalega erfitt allt saman. Ég dæmi mig svo fyrir þetta. Á núna 7 þúsund út mánuðinn og veit ekkert hvernig við eigum að lifa þennan mánuð. Ég er búin að vera ælandi af kvíða,“ segir Svava.
Hin fátæka móðir hefur nú þegar sent út hjálparbeiðni í þartilgerðum hópi á Facebook, Hjálparhönd. Þar segist hún varla geta lýst því hversu erfið staða hennar er. „Mér finnst sjúklega erfitt að biðja um hjálp en ég neyðist til þess. Ég er virkilega að fara yfir um. Kvíðinn er svo mikil ég get ekki lýst því. Ég á tvö stráka og ég á 7 þúsund út mánuðinn. Veit ekki hvernig ég á að fara að lifa. Allt hjálpar flöskur, matur og fatnaður,“ segir Svava örvæntingarfull.
Ef þú vilt hjálpa Svövu og drengjunum hennar tveimur þá má hér finna reikningsupplýsingar:
0319-26-080308
Kennitala 0203922079