Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

„Ættu að hugsa sinn gang alvarlega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einkaþjálfarinn Björn Þór Sigurbjörnsson segir allt eða ekkert-hugarfarið stórhættulegt, þar sem fólk ætli sér stóra hluti strax frá byrjun og taka mataræðið og hreyfinguna föstum tökum af mikill ákefð.

„Það er eiginlega dæmt til að springa í andlitið á okkur með þeim afleiðingum að við hættum,“ segir Björn. „Ef þú hefur getu og tíma til þess að mæta sex sinnum í viku í ræktina þá er það auðvitað í lagi og frábært, en um leið og það fer að verða pressa og valda streitu þá verður ánægjan minni og maður gefst upp. Það er líka gott að spyrja sig þegar maður byrjar á sinni vegferð í heilsurækt hvort maður sjái fyrir sér að ná að framfylgja þessari uppsetningu næstu þrjá mánuði, sex mánuði, næsta árið eða lengur? Ef svarið er nei, þá er þetta mjög sennilega tifandi tímasprengja og ég er búinn að sjá það svo oft að það er hræðilegt.

Það er langbest að halda jafnvægi. Sama á við um mataræðið. Það verður líka að vera jafnvægi í því. Mér finnst varhugavert að missa mikla þyngd á skömmum tíma, eins og gerist gjarnan þegar fólk fer á ketó eða low carb-mataræði, því fólk lendir mjög oft í svokölluðum jójó-áhrifum. Það er að segja, það missir fjölmörg kíló á stuttum tíma en bætir þeim á sig aftur og þannig getur það gengið aftur og aftur. Eftir því sem fólk gengur í gegnum fleiri svona jójó-tímabil því erfiðari verða hlutirnir oft viðfangs.“

Björn segir afleiðingarnar af þessum jójó-áhrifum alltaf vera að koma betur og betur í ljós. „Til dæmis með versnandi blóðsykurstjórn, meiri vandamálum í liðum og stoðkerfi auk almennt verri hæfni líkamans til að brenna fitu en áður. Ég tel það ekki vænlegt til langframa að telja macros og vigta ofan í sig mat og taka út heilan orkuefnaflokk. Ég vil taka það fram að þegar fólk heyrir orðið kolvetni þá segja sumir að þeir byrji að fitna en kolvetni eru sykrur og sykrur eru mismunandi og ekki allar slæmar. Að heyra sumt fólk sem er að ráðleggja öðrum með heilsu segja að ávextir eins og bananar séu ekki fyrir okkur ættu að hugsa sinn gang alvarlega,“ segir hann og glottir.

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Kaupa blað í vefverslun >

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -