Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Hörður Bergmann er látinn: „Hann var brautryðjandi, merkur hugsuður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hörður Bergmann, rithöfundar og kennara, er látinn en hann var 87 ára. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason minnist hans á Facebook-síðu sinni. Hann segir Hörð hafa verið á undan sinni samtíð að mörgu leyti en neysluhyggja var Herði hugleikin áður hún komst í deigluna.

Hörður kom nokkrum sinnum í Silfur Egils. Egill rifjar upp að Hörður kenndi honum dönsku í grunnskóla. „Ég frétti af láti gamals kennara míns Harðar Bergmann. Hann kenndi mér dönsku í Hagaskóla. Ég var óþekkur og reyndi seinna að biðja Hörð afsökunar á því. Hann gaf lítið fyrir það. Við urðum ágætir mátar og Hörður kom í nokkur eftirminnileg viðtöl hjá mér í Silfrinu. Hörður var hugsandi maður og leitandi,“ segir Egill.

Egill segir að Hörður hafi brautryðjandi á sviði sjálfbærni og neyslu.  „Hann tók engu sem gefnu, reyndi að skyggnast bak við viðtekin sannindi og þægilegt og letilegt yfirborð. Hörður skrifaði bækur og greinar og   var að mörgu leyti á undan sinni samtíð í umfjöllun um samfélag neyslu og sóunar, sjálfbærni og lýðræði, menntun og vinnu. Hann var brautryðjandi, merkur hugsuður. Ég minnist Harðar með mikilli virðingu,“ skrifar Egill.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -